Skírnir - 01.09.2016, Page 205
441björguðu danir íslenskunni?
Rasks á íslensku þess tíma leiddu í ljós að ýmis vandi steðjaði að
tungunni og aðgerða var þörf. Þá skipti sköpum að hann lét sér ekki
nægja að rannsaka og greina stöðu og form málsins, heldur brást
hann við aðsteðjandi vanda með ýmsum úrræðum, m.a. með því að
mynda fjöldahreyfingu á Íslandi og í Danmörku sem hafði það
beinlínis að markmiði að styrkja stöðu íslenskunnar í samtímanum.
En áhugi Rasks kom ekki til af engu — jarðvegurinn var til staðar
og þegar plægður. Skoðum þetta aðeins nánar.
Rask fæddist í Brændekilde á Fjóni 22. nóvember 1787. Hann hóf
nám í latínuskólanum í Óðinsvéum árið 1801, þrettán ára að aldri.
Allt frá barnsaldri hafði hann sökkt sér niður í lestur sögubóka og
var m.a. vel heima í Danmerkursögu Huitfeldts sem getið var um hér
að framan. Í latínuskólanum dýpkaði Rask söguþekkingu sína enn
frekar. Í sögukennslu var fjallað um tungur Norðurlanda og skyld-
leika þeirra. Þar var kennt að elsta norræna tungan væri íslenska
sem enn væri töluð á Íslandi, en þó eitthvað breytt. Á því máli væri
Krønike Snorra skrifuð, sem ekki ætti sinn líka. Þessi viðhorf til ís-
lensku og íslenskra bókmennta gerði Rask fljótt að sínum. Áhugi
Rasks á sögu Danmerkur kveikti þannig áhuga hans á íslenskri
tungu og bókmenntum. Í heimildum kennara skólans kemur fram
að Rask hafi fengið að láni hjá þeim bækur um íslenskar bók-
menntir, m.a. verk Snorra Sturlusonar, sem hann hafi lesið í frítíma
sínum. Íslenskunám hóf hann þegar árið 1804. Þessi áhugi Rasks
varð til þess að ákveðið var að veita honum viðurkenningu fyrir
góða ástundun og voru verðlaunin útgáfa Schönings á Heims-
kringlu, þar sem auk frumtextans er að finna þýðingar á verki
Snorra á dönsku og latínu (Diderichsen 1960: 30). Latínu- og grísku -
nám var snar þáttur í kennslunni í latínuskólanum og það var ein-
mitt í kennslubók í grískri málfræði sem Rask sótti sér þekkingu
um tungumálið og málkerfið sem og aðferð til að rannsaka íslensku
og síðar önnur mál (Diderichsen 1960: 17–29). Aðferðinni beitti
hann við lestur Heimskringlu og lagði þannig grunn að málmynda -
lýsingu sinni sem og að orðabók í íslensku.7 Ekki er ætlunin að rekja
skírnir
7 Um aðferð og kenningar Rasks sjá nánar Björn Magnússon Ólsen 1888, Pedersen
1932, Diderichsen 1960, og Guðrúnu Kvaran 1987.