Skírnir - 01.09.2016, Page 206
lífshlaup Rasks hér,8 né heldur gera viðamiklum málvísindarann-
sóknum hans skil.9 Hér verður fyrst og fremst skoðað hvaða mynd
skrif Rasks gefa af viðhorfum hans og danskra samtíðarmanna hans
til íslenskrar tungu og bókmennta og gildis þeirra fyrir Dani.
Rask hóf háskólanám árið 1807 og í bréfi til velgjörðarmanns
síns, Johans v. Bülow, 29. nóvember 1808, segist hann vera fluttur
inn á Regensen eða Garð eins og stúdentagarðurinn við Kaup-
mangaragötu var jafnan kallaður af Íslendingum. Þar bjó Rask (frítt)
eins og margir Íslendingar (Gregersen 2013: xv). Á Garði kynntist
hann m.a. Árna Helgasyni, sem síðar varð biskup, Hallgrími Sche-
ving, síðar kennara í Bessastaðaskóla, Bjarna Thorsteinssyni og
Grími Jónssyni, sem báðir urðu amtmenn. Félagarnir á Garði urðu
sem sagt áhrifamenn í íslensku samfélagi og síðar áttu þau viðhorf,
sem þeir tileinkuðu sér í Höfn, greiða leið að mörgum Íslendingum.
Rask skrifaðist lengi á við suma félaga sína af Garði og aðra Íslend-
inga sem hann kynntist ytra. Af þessum ástæðum eru til dýrmætar
samtímaheimildir um samskipti Rasks við Íslendinga þar sem
viðhorf til íslensku og íslenskra bókmennta koma beint og óbeint við
sögu. Þar má einnig sjá að sjónarmið Rasks höfðu mikil áhrif á
marga Íslendinga. Í bréfum og frásögnum kemur víða fram að Rask
hafi verið mjög kappsamur við að læra íslensku á háskólaárunum
og hafi notað hvert tækifæri sem gafst til að tala málið við Íslendinga
í Höfn, auk þess sem hann hafi borið undir þá ýmislegt sem varðaði
málnotkun og formgerð málsins.
Bréfaskipti Rasks sýna með óyggjandi hætti þann gríðarlega
áhuga sem var á íslensku og íslenskum fornbókmenntum í Kaup-
mannahöfn í byrjun nítjándu aldar og þá miklu grósku sem var í
rannsóknum, þýðingum og útgáfu. Í einu bréfa sinna til Bülows
skrifar Rask að áhuginn á norrænum fornfræðum aukist stöðugt
meðal menntamanna í bænum: Thorlacius prófessor leggi stund á ís-
lensku og annar taki aukatíma í málinu hjá Íslendingi. Tveir Ís-
lendingar vinni að íslenskri málfræði og orðabók sé í undirbúningi.
442 auður hauksdóttir skírnir
8 Um ævi Rasks má lesa í bók vinar hans, N.F. Petersens (1834), og í ævisögu hans
eftir Kirsten Rask (2002).
9 Benda má á rit Diderichsens (1960) og grein Gregersens (2013).