Skírnir - 01.09.2016, Síða 208
kostir hvors máls um sig hafi ekki notið sín til fulls (Rask 1811: v–
vi).
Jákvæð viðhorf til íslensku blasa hvarvetna við í umfjöllun
Rasks. Hann segir t.d. að hjá Svíum þýði gotneska íslenska, þar sem
þeir hafi viljað eigna sér þessa fornu tungu. Gotar hafi aldrei haft sér-
stakt ríki (Hovedstat) á Norðurlöndum og aldrei átt eigin bók-
menntir. Aldrei hafi þeim, sem töluðu og skrifuðu málið, dottið í
hug að kalla sig Gota. Þeir sem forðum hafi talað og skrifað hina
fornu tungu hafi kallað málið norrænu. Íslendingar hafi einnig í
hógværð sinni nefnt tunguna því nafni og ekki gert tilkall til nafns -
ins. Það hafi ekki verið fyrr en allir aðrir Norðurlandabúar höfðu
hafnað eða spillt norrænunni að þeir kölluðu tunguna íslensku enda
Íslendingar þá orðnir einir um hana (Rask 1811: vii). Einn af eigin-
leikum íslenskunnar sé sá hve vel henni láti að mynda orð, og að
því leyti taki hún dönskunni langt fram, sem hafi glatað þeim
kostum. Af þessum sökum sé íslenskan fremri flestum ef ekki öllum
málum í Vestur-Evrópu hvað hreinleika og frumleika varðar.
Þessum eðlislægu (Føde Egenskab) eiginleikum tungumálsins megi
á sinn hátt líkja við það sem sjálfstæðið sé ríkinu (Rask 1811: ix). Ef
saga Norðurlanda, handrit og trúarbrögð sé einhvers virði í augum
nútíma Dana, þá sé heimildirnar að finna í íslenskum ritum. Eða
hvað væri vitað um það sem gerðist á Norðurlöndum í fornöld, um
menningu og ástand, ef sagnanna, Konungsskuggsjár og lagatext-
anna nyti ekki við? Og hvað væri vitað um líf Óðins, afrek og kenn-
ingar, ef ekki væru Eddurnar og verk skáldanna? Án þeirra væri t.d.
lítið vitað um hvernig Gormur gamli sameinaði dönsk lönd og ótal
margt annað í fortíðinni væri hulið myrkri. Þá hljóti kvæðin
dýrðlegu að vekja áhuga allra fyrir gerð þeirra, fegurð og göfugan
stíl, og hafi fremstu samtímaskáld Norðurlanda sótt sér fyrir-
myndir, efni og andagift í íslenska texta, enda hafi sýnt sig að þeir
gefi grískum og rómverskum textum ekkert eftir, sé þekking á text-
unum til staðar og þeir notaðir af snilli og smekkvísi. Leita megi
fyrirmynda víðar en hjá Grikkjum og Rómverjum og margt megi
finna eftirbreytnivert hjá forfeðrum okkar, svo fremi að ófyrirgefan -
legir fordómar gegn því sem sé okkar eigið og forfeðranna glepji
mönnum ekki sýn. Þá hafi hinn ódauðlegi Kofod Ancher hafið það
444 auður hauksdóttir skírnir