Skírnir - 01.09.2016, Side 211
447björguðu danir íslenskunni?
landabúa máli, allt þetta sé raunar áhugavert fyrir hvern þann sem
langar að fræðast um og skynja lífshætti forfeðranna, tungu þeirra
og hugsunarhátt. Sé gerð tungumálsins og kostir þess skoðaðir og
mikilvægi þess fyrir Dani, og horft til þess að það sé enn talað af
þjóð sem tilheyri danska ríkinu, þá sé það með öllu óskiljanlegt að
til þessa hafi ekki verið til þokkalega nothæft rit um íslensku, og að
sumum hafi jafnvel þótt það ásættanlegur kostur að útrýma tilvist
þess í eitt skipti fyrir öll til þess að þurfa ekki að leggja á sig að læra
það. Betur hafi verið búið að hinni barbarísku grænlensku þar sem
bæði hafi verið skrifaðar málfræði- og orðabækur. Sú fyrirhöfn, sem
fylgi því að læra íslensku, hljóti líka að vera ein helsta ástæða þess
hve sára fáir eða engir Danir eða útlendingar yfirleitt hafi náð tökum
á íslensku svo gagn sé að (Rask 1811: xxxiv).
Rask lofar Íslendinga fyrir að hafa haldið heiðri bókmenntanna
á loft og segir þá ætíð hafa átt á að skipa snillingum á borð við höf-
unda Hákonarmála, Lilju og Loðbrókarkviðu, og túlkanda Miltons
og Popes sem enn sé á lífi en eigi þess þó ekki kost að sjá óviðjafn-
anleg verk sín koma út á prenti. Það séu forkastanleg örlög fyrir
Norðurlandabúa að horfa framhjá því sem næst þeim stendur (Rask
1811: lv).
Og víða var útbóta þörf. Í bréfi til Gríms Jónssonar frá 1810
hvetur Rask vin sinn til að snúa sér að þýðingum bóka á íslensku og
takast á hendur ritstörf þar sem tilfinnanlega vanti lærdómsbækur
sem gætu nýst í Bessa staðaskóla, t.d. um veraldarsögu, landaskipun
og málvísindi, sem sé bagalegt þar sem íslenskunni standi ógn af því
að skólapiltar lesi einungis danskrar bækur:
… þeir veniast því svo sífeldliga vid dönsku í öllum lærdomsgreinum ad
þeim veitir bágt sídan ad fremfæra á hreinnri íslenzku þau hugargrip, sem
ecki verda fyrir í hvördaglegu tali, og jafnvel hid hvörsdagligasta siálft
undir stundum, hefi eg siálfur bædi sied og heyrt dæmi til þess. Þar ad auki
er múgi manns ad svo buid útilyktur frá allri þeirri þeckíngu sem á þessum
dögum stendur opin flestöllum ödrum þiódum í norðurhálfunni. (Rask
1941: 35)
Verði slíkar bækur prentaðar yrðu þær ekki einungis lesnar í Lærða
skólanum, heldur telur Rask líklegt að bændur myndu einnig kaupa
skírnir