Skírnir - 01.09.2016, Page 212
þær, ef þær væru ritaðar á viðfelldnu og vönduðu máli og ekki yrðu
eintóm bein heldur fallegur líkami holdi hulinn. Það er athyglisvert
að hér kemur Rask inn á efni sem talsvert er fjallað um í samtíma
okkar og hefur verið nefndur umdæmisvandi (domænetab, domain
loss) og tengist einkum þeim vanda sem kemur upp þegar eitt mál
yfir gnæfir önnur á tilteknum sviðum eins og tilfellið er með ensku
innan vísinda og fræða.12 Rask vildi bregðast við umdæmisvanda
íslensku gagnvart dönsku með útgáfu kennslu- og fræðibóka á ís-
lensku. Einnig lagði hann til að samtímabókmenntir yrðu þýddar á
íslensku, annars vegar til að reyna á þanþol tungunnar og efla hana
og hins vegar til að auka lesefni á íslensku. Ef smekkur alþýðu sé
þannig að hún lesi heldur alls konar skröksögur en nytsamlegar
fræðibækur, þá væri Don Kíkóti góður kostur vegna eðlis bókar-
innar og efnis sem líklegt væri til að höfða til íslenskra bænda:
… trúi eg því efalaust ad batna mundi ef Don Kisjottar saga (eda önnur
þvílík bók) yrði vel útlögd, hana veit ég ad vissu ad þeir mundu lesa feg-
inshendi, og mundi hún ad þeim óvitandi stórum umbreyta þeirra smeck
eda tilfinningu, eingu sídur á Íslandi enn á Spáni. (Rask 1941: 36)
Eins og allir vita leið hátt á aðra öld frá því Rask lét þessi orð falla
uns Guðbergur Bergsson vann það þrekvirki að þýða skáldsögu
Cervantesar á íslensku.13
Sama ár og Rask hélt til Íslands árið 1813 kom út bókin Om det
islandske Sprogs Vigtighed eftir lærdómsmanninn Peter Erasmus
Müller.14 Bókin er röskar 200 síður og ber fyrsti kafli hennar
yfir skriftina „Om det islandske Sprogs Vigtighed til vort nær -
værende Skriftsprogs Dannelse“ (Um mikilvægi íslenskrar tungu
fyrir myndun ritmáls okkar). Í öðrum köflum er m.a. fjallað um
hvernig auka megi kunnáttu í íslensku meðal Dana, mikilvægi ís-
lensku fyrir lögfræði, sögurannsóknir og fyrir önnur Evrópumál. Í
lokakaflanum er vikið að mikilvægi tungunnar fyrir lestur á ís-
448 auður hauksdóttir skírnir
12 Sjá t.d. þemaheftið Parallelsproglighed og flersproglighed på nordiske univer-
siteter, Nordand: Nordisk tidsskrift for andrespråksforskning 2012, 2.
13 Þýðing Guðbergs Bergssonar á Don Kíkóta kom fyrst út hjá Almenna bóka-
félaginu á árunum 1981–1984.
14 Sjálandsbiskup frá 1830.