Skírnir - 01.09.2016, Page 213
449björguðu danir íslenskunni?
lenskum bókmenntum, og höfundur víkur að því hvernig sögurnar
hafa veitt dönskum samtímahöfundum innblástur og efni í verk sín.
Miklu skipti fyrir lesendur utan Íslands að sögurnar hafi að geyma
lýsingar af ferðum Íslendinga og annarra um Skandinavíu og víðar,
sem veiti ómetanlega innsýn í sögu Norðurlandabúa, siði þeirra og
venjur (Müller 1813: 199–201). Þannig varði þær ekki bara Ísland,
heldur einnig Norðurlönd og reyndar alla heimsbyggðina.
Í bréfi sínu til Jacobs Grimm, 20. ágúst 1811, skrifar Rask að
honum hafi verið falið að bæta dönsku við íslensk-latneska orðabók
Björns Halldórssonar og auka hana lítillega eftir uppskrift Olaf-
sens15 (Rask 1941: 72). Bókin kom út árið 1814 með dönskum
þýðingum og viðbótum Rasks. Í inngangsorðum tíundar P.E.
Müller hagnýtt gildi orðabókarinnar við lestur og þýðingar ís-
lenskra bókmennta og við nám í íslenskri tungu (Müller 1814: v–
xiv). Bók Müllers um mikilvægi íslenskunnar og útgáfa orðabókar
Björns Halldórssonar með viðbótum Rasks, sem sérstaklega voru
ætlaðar Dönum, eru enn frekar til vitnis um áhuga Dana á íslensku
máli og bókmenntum í byrjun nítjándu aldar.
Á árunum 1813–1815 dvaldi Rask á Íslandi, en megintilgangur
dvalarinnar var að bæta enn frekar íslenskukunnáttu hans. Á þeim
árum lauk hann við ritgerðina Undersøgelse om det gamle Nor-
diske eller Islandske Sprogs Oprindelse (Rannsókn á uppruna nor-
rænu eða íslenskrar tungu) sem vann til verðlauna í samkeppni á
vegum danska vísindafélagsins og var fyrst gefin út í Kaupmanna-
höfn árið 1818 (Gregersen 2013: xv–xvi). Í bréfi til Bjarna Thor-
steinssonar í ágúst 1813 lýsti Rask áhyggjum sínum yfir stöðu
íslenskrar tungu:
Annars þèr einlægliga ad segia held ég ad íslendskan brádum mun útaf
deyia, reikna eg ad valla mun nockur skilia hana í Reikiavík ad 100 árum
lidnum, enn valla nockur í landinu ad ödrum 200 þaruppfrá, ef alt fer eins
og híngad til og ecki verda rammar skordur vidreistar, jafnvel hiá bestu
mönnum er annadhvört ord á dönsku, hiá almúganum mun hún haldast
vid leingst. (Rask 1941: 164)
skírnir
15 Hér er væntanlega átt við Jón Ólafsson Svefneying, bróður Eggerts Ólafssonar
og mág Björns Halldórssonar.