Skírnir - 01.09.2016, Page 214
Af lýsingu Rasks má ráða að áhrif dönskunnar hafi aukist verulega
í Reykjavík, en til sveita hafi staðan verið önnur. Hér skiptir máli að
átta sig á mikilvægum breytingum á tilhögun verslunarinnar og í
byggðarþróun sem urðu hér á landi í lok átjándu aldar. Frá árinu
1777 voru allir Íslandskaupmenn skyldaðir til að hafa vetursetu á
Íslandi og árið 1786 var gefin út tilskipun um stofnun sex kaupstaða,
m.a. Reykjavík (Lýður Björnsson 2006: 197, 246). Með þessum
breytingum sköpuðust sérstök skilyrði fyrir myndun dansk-
íslenskra menningarkima. Tiltölulega margir Danir settust að í
kaup stöðunum, einkum í Reykjavík og nágrenni, og þar bjuggu
einnig nokkrir danskir og danskmenntaðir íslenskir embættismenn
sem máttu sín mikils. Menning og lífsstíll þessa hóps var um margt
ólíkur því sem tíðkaðist meðal þorra Íslendinga og hafði mótast af
sveitamenningu í strálbýlu landi.16 Notkun danskrar tungu var eitt
af því sem greindi þessa elítu frá alþýðu manna og því þótti fínt að
tala dönsku.17 Þéttbýli og kaupstaðamenning jók bein og viðvar-
andi samskipti Íslendinga við Dani og snerti breiðari hóp manna en
áður hafði þekkst. Töluð danska varð þar með hluti af málum-
hverfinu á þessum stöðum. Með aukinni útgáfustarfsemi í Dan-
mörku barst lesefni af ólíkum toga til Íslands, en veraldlegt efni á
íslensku var af skornum skammti. Margir lærðu að lesa dönsku upp
á eigin spýtur sér til gagns og gamans enda líkindin með málunum
mest í rituðum textum. Tengslin við dönsku urðu mun meiri en
áður og tóku bæði til talaðs og ritaðs máls. Kaupstaðarbúum þótti
fínt að sletta dönsku og í sumum tilvikum var gripið til danskra orða
þegar skorti orð á íslensku. Það átti ekki síst við um orðaforða sem
tengdist bæjarlífi, svo sem afþreyingu, byggingum, innanstokks-
munum og klæðnaði. Lýsing Rasks á aðstæðum íslenskunnar í
Reykjavík var í hróplegu ósamræmi við þá mynd sem hann hafði
dregið upp áður en hann kom til Íslands og átti að vera Dönum
fyrir mynd.
Viðbrögð hans voru þau að leggja drög að stofnun Hins íslenska
bókmenntafélags. Í bréfi til ónafngreinds aðila í febrúar 1815, þar
450 skírnir
16 Sjá nánar, Auður Hauksdóttir 2011.
17 Sjá nánar um viðhorf til danskrar tungu, Auður Hauksdóttir 2013.
auður hauksdóttir