Skírnir - 01.09.2016, Page 215
451
sem hvatt er til stofnunar félagsins, skrifar Rask að það sé óvé-
fengjanlegur sannleikur að Íslendingar eigi skáldum og sagnameist-
urum að þakka þá frægð, sem þeir hafa öðlast hjá öðrum þjóðum í
Norðurálfu, og að miklu leyti þá upplýsingu sem enn í dag viðgang-
ist á meðal alþýðu manna, ásamt þeirri æru að hafa varðveitt nær
óbreytta og ópillta hina gömlu, ágætu aðaltungu Norðurlanda.
Vegna ýmissa óhappa hafi Íslendingar orðið á eftir öðrum þjóðum
og því varla von til þess að nýjar bækur á íslensku verði í jafnmiklu
áliti hjá útlendingum og þær gömlu. En þeim mun mikilvægari séu
þær þjóðinni, eigi hún að verða þátttakandi í þeirri menntun og
þekkingu sem nú sé uppkomin og kappsamlega iðkuð í öðrum
löndum. Vilji menn innleiða annað mál, eða láta sér nægja annarra
þjóða rit, mundu nokkrar aldir og jafnvel þúsund ár líða áður en
þau yrðu hér almenningi skiljanleg, og í millitíðinni kynni nýtt
tungumál að vera komið upp erlendis og Íslendingar þá eins illa
staddir og fyrr. Þó móðurmálið sé mikils metið hjá öllum siðuðum
þjóðum, þá hafi það sérstöðu á Íslandi þar sem sómi, menntun og
farsæld þjóðarinnar byggist á tungunni og bókaskrifum. Sárlega
vanti bækur fyrir Íslendinga, t.d. leiðsögn fyrir þá sem vilja læra
dönsku, ensku eða aðrar tungur. Engin orðabók sé til frá dönsku eða
nokkru öðru máli til íslensku. Þá sé brýnt að skrifa bækur á íslensku
af fræðilegum toga, t.d. um sögu Íslendinga, veraldarsögu, nátt-
úrufræði og heimspeki. Vegna skorts á íslenskum kennslubókum
sé notast við danskar skólabækur og skaðsemi þess megi ráða af
dönskuskotnum orðaforða þegar fjallað sé um fræðilegt efni. Slíkt
óprýði málið, en verra sé þó að svo kunni að fara að almenningur
geti ekki skilið umfjöllunarefnin, heldur einungis þeir sem mennt-
unina hafa. Fjöldi góðra skáldsagna og annarra bóka liggi óprent -
aður, sem væri þó sæmd í að gefa út auk þess sem útgáfa þeirra
mundi auka lestur og þekkingu og bæta smekk. Sökum fámennis sé
ekki hægt að gefa út jafn mikið af bókum og í fjölmennari löndum
nema því aðeins að unnt sé að tryggja að þær seljist hratt og vel.18
Til að ráða bót á þessu hafi honum komið til hugar að bjóða lærðum
skírnir
18 „… einúngis í voninni ad þær verdi vel og strax útge ngiligar“.
björguðu danir íslenskunni?