Skírnir - 01.09.2016, Side 225
461miðpunktur alheimsins
Tímaleysið í stofunni blæðir inn í málverkin, í fatnað barnanna sem
gæti allt eins verið frá æskuárum ömmu minnar með hnjásokkum,
tvíhnepptum barnakápum og skóm með spennu. Þessi börn gætu
verið á leið heim í braggahverfið á fimmta áratugnum, en þau gætu
líka verið á leiðinni heim að horfa á Netflix, hugsa ég með mér.
Allt í einu ratar púslið á réttan stað í kollinum á mér. Hlað gerður.
Myndlistarkonan með stóru, alvarlegu augun sem málar stór mál-
verk af alvarlegum börnum sem búa yfir sams konar dulúð og dýpt
og einkennir hana sjálfa. Málverk sem ég sá fyrst fyrir mörgum árum
á kaffihúsi við Rauðarárstíg, og greyptust í huga minn eins og
húðflúr. Auðvitað. Þetta er hún, hugsa ég andaktug þegar hún birt-
ist í stofugættinni. Ég brosi afsakandi, gripin glóðvolg við trönurnar.
Hún gefur mér góðfúslegt leyfi til að litast um og býður mér að
skoða málverkin sem staflað hefur verið við vegginn. Ég fletti
gegnum listilega málaða andlitsdrætti, fíngerðar hendur, hrufluð hné.
Hvort sem um er að ræða kvikmyndir, myndlist eða annað form
er listaverkum, sem fela í sér börn, kleift að fylla áhorfandann sér-
stakri tegund ótta um afdrif sakleysisins. Í spilltum heimi er ógnin
sem steðjar að barni aldrei langt undan. Fölskvaleysi barna veitir
hárbeitt mótvægi við nöturleika tilverunnar á hátt sem fær mann til
að vilja líta undan og halla sér nær, allt í senn. Varnarleysi þeirra
sverfir hnífsblað ábyrgðarinnar og leggur það að hálsi fullorðinna.
Þess vegna líður okkur best með dúðaða, meinlausa og umfram allt
örugga framsetningu á börnum. Skælbrosandi með eiturefnalaus
leikföng sem standast Evrópustaðla og ábyrgan forráðamann í seil-
ingarfjarlægð. Til að styrkja þægindarammann enn frekar aðgrein -
um við kynin skilmerkilega, eftirlátum strákunum ævintýrin og
ærslaganginn um leið og við leggjum passífa krúttslikju yfir bleika
stelpudótið með forskeytinu „prinsessu-“ framan við.
Ekkert af þessu einkennir verk Hlaðgerðar. Börnin sem þar
gefur að líta — langoftast stúlkubörn — eru ein í stórri veröld,
ábúðarfull og alvarleg. Engar barnalæsingar, engir fullorðnir, engin
trygging fyrir neinu. Stundum horfa þau í fjarskann, stundum
mynda þau áleitið augnsamband sem er allsendis laust við þörfina
að þóknast áhorfandanum. Þau eiga sér tilvist á eigin forsendum;
litlar mannverur í gímaldinu sem heimurinn er, blautar á bak við
skírnir