Skírnir - 01.09.2016, Blaðsíða 229
465miðpunktur alheimsins
„Það varst þú,“ uppgötva ég. „Takk fyrir að brjóta saman þvott-
inn minn.“
„Iss, það var ekkert,“ segir hún og gaukar nýsteiktri kleinu að
syni mínum.
Ég tek í hönd hans og við göngum heim í gegnum þvottahúsið.
Nærgöngul barnsandlitin svífa fyrir hugskotssjónum mínum og
blandast lyktinni af blautum þvotti, lykt sem formæður okkar
strituðu við til dauðadags. Við búum í heimi með aldagamla hefð
fyrir því að vanmeta hið kvenlega, setja það skör neðar og gengis-
fella það eftir hentisemi. Heimi þar sem laun fagstétta lækka í beinu
hlutfalli við fjölda kvenkyns starfsmanna, þar sem fjarvera kvenna
er hrópleg í listasögubókunum, þar sem málurum á borð við Aleah
Chapin berst gegndarlaus haturspóstur fyrir að mála nakta líkama
eldri kvenna, þar sem „kynbundið“ er forskeyti ofbeldis og eyði -
leggingar. Heimi þar sem lægsta skörin í virðingarstiganum tilheyrir
stúlkubarninu. Verk Hlaðgerðar snúa þessari valdaskipan við og
veita stúlkum tilvistarrétt sem hvorki er bleikur, krúttlegur né á for-
sendum annarra. Hún lyftir fram stúlkunni sem miðpunktinum, líf-
inu og sálinni í veröld sem er á köflum ógnvekjandi en óumræðilega
þeirra. Þeirra til að hreyfa sig í, anda að sér, eigna sér. Þeirra til að
vaða í á nærbuxunum, þeirra til að kanna skuggahliðarnar á, þeirra
til að gera uppreisn gegn. Þeirra til að skora á þig, kæri áhorfandi.
Sérð þú ógnina? spyrja þær. Hvort segir það meira um þig eða heim-
inn sem þú ánafnaðir okkur?
Vorið 2016, þremur árum eftir að ég leiddi son minn heim með
munninn fullan af nýsteiktri kleinu, hélt Hlaðgerður sýningu á
Ítalíu. „Ég fór með málverk af stúlku, sem er með bundið fyrir
augun, og þrjú börn sem standa fyrir aftan hana og horfa á,“ sagði
hún mér. „Ég málaði klútinn fyrir öllu andliti hennar, ekki bara
fyrir augunum. Ég fann hvað þetta hafði mikil áhrif á suma áhorf-
endur. Hugmynd sem kviknar hjá mér getur orðið fyrir áhrifum af
atburðum í samfélaginu eða tilfinningalífi áhorfandans, það er svo
margt sem spilar inn í túlkunina. Táknar þessi mynd konu með
bundið fyrir augun, að það eigi að hylja andlit kvenna? Á að skoða
þessa mynd út frá einhverju allt öðru en einhverjum hollinn-skoll-
inn leik?“
skírnir