Saga - 2008, Blaðsíða 78
Inflúensa er sjúkdómur mikilla andstæ›na. Annars vegar er
venjulega liti› á hana sem óflægilegan en ekki hættulegan sjúkdóm
enda er dánartí›nin oftast fremur lág, einn af hundra›i e›a lægri,
jafnvel í farsóttarárum. Hún ógnar fyrst og fremst lífi ungra barna,
gamalmenna og fleirra sem hafa veikt ónæmiskerfi. Hins vegar
hefur svo inflúensa í tímans rás reglulega teki› á sig mynd sann-
kalla›rar drepsóttar.3
Líti› er vita› um uppruna inflúensu. Hún hefur fló líklega ekki
veri› algeng me›al forfe›ra okkar fyrr en me› fastri búsetu í
borgum og bæjum. Ástæ›an er sú a› veiran sem veldur inflúensu
hefur ekkert duli› ástand, fl.e. ekki er vita› til fless a› hún geti lagst
í dvala, og myndar yfirleitt mjög virkt en skammlíft ónæmi. Í litlum
hjar›samfélögum hef›i hún flví hja›na› fljótlega eftir a› hafa
drepi› fórnarlömb sín e›a gert flau ónæm.4
fiótt inflúensa kunni a› vera me›al elstu sjúkdóma si›menn-
ingarinnar eru engin flekkt dæmi um útbrei›slu hennar me›al
manna fyrr en á mi›öldum og engar óyggjandi sannanir fyrr en á
15. og 16. öld. Sjúkdómurinn vir›ist hafa veri› bundinn vi› Gamla
heiminn fram undir lok 15. aldar flegar hann barst me› Evrópu-
mönnum til Ameríku og olli miklum manndau›a me›al indíána.
Stórfelldar inflúensufarsóttir gengu yfir Evrópu árin 1510, 1557 og
1580. Sú sí›asttalda er fyrsti heimsfaraldur inflúensu svo öruggt sé
en hann breiddist m.a. um Afríku og Asíu. Á 17. öld gengu nokkrar
farsóttir í Evrópu en flær vir›ast hafa veri› sta›bundnar.5
A› minnsta kosti flrír heimsfaraldrar inflúensu geisu›u í Evr-
ópu á 18. öld, 1729–1730, 1732–1733 og 1781–1782, og nokkrar far-
sóttir. Me› örri fólksfjölgun, borgarmyndun og samgöngubótum
vi› lok 18. aldar gátu örverur fari› heimshorna á milli á skömmum
tíma og borist hratt milli manna. Upp frá flví ná›u inflúensufarsótt-
ir venjulega a› dreifa sér um allan heiminn. Á 19. öldinni ur›u a›
minnsta kosti flrír heimsfaraldrar, 1830–1831, 1833 og 1889–1890,
og fjöldi stórra farsótta.6
viggó ásgeirsson78
Britain and the 1918–19 Influenza Pandemic. Ritstj. Joseph Melling og Anne
Borsay (Abingdon 2006), bls. 10–11.
3 Niall Johnson, Britain and the 1918–19 Influenza Pandemic, bls. 3.
4 Alfred W. Crosby, „Influenza“, bls. 808.
5 Sama heimild, bls. 808–809.
6 Sama heimild, bls. 809. — Niall Johnson, Britain and the 1918–19 Influenza
Pandemic, bls. 16–17.
Saga haust 2008 nota:Saga haust 2004 - NOTA 5/15/08 11:17 AM Page 78