Saga - 2008, Page 198
Saga XLVI:1 (2008), bls. 198–203.
helgi þorláksson
Sjón og saga
Athugasemdir við sjónrýni
Í hausthefti Sögu 2007 er sjónrýni eftir Steinunni Kristjánsdóttur um
Landnámssýninguna Reykjavík 871 ± 2 [ár] sem er til húsa í Aðal-
stræti 16 í Reykjavík.1 Ég kom að undirbúningi sýningarinnar og
finnst þakkarvert að hún skuli fá svona rækilega umfjöllun. Stein-
unn finnur reyndar að ýmsu enda er sýningin ekki óaðfinnanleg.
Eitt setur hún sérstaklega á oddinn, og finnur mjög að, en það er að
sýningin skuli snúast um Ingólf Arnarson. Ég get ekki fallist á að
það sé réttur skilningur.
Mikilvægt er þeim sem lesa sjónrýnina og vilja átta sig á sýning-
unni að gera sér grein fyrir að Steinunn fjallar um tvennt, annars
vegar sýninguna og hins vegar skrá eða öllu heldur rit sem gefið
var út í tengslum við hana. Í þessu riti er tekið fram að
sýningin skyldi fjalla um menningarminjar og rannsóknir þeirra
en goðsögninni um landnám yrðu gerð skil í stuttu máli áður
en sýningargestir yrðu leiddir inn í hina eiginlegu sýningu og
í lengra máli í tölvuveri sem gestum byðist að skoða. Sem
skýrast skyldi greint milli sagnfræðilegra heimilda og rann-
sóknarinnar.2
Stuttir textar úr Íslendingabók og Landnámu eru birtir við inn-
ganginn og þessa texta getur fólk lesið áður en það fer inn á sýn-
inguna; þarna er Ingólfur nefndur.
Tilefni sýningarinnar eru annars vegar garðbrot, sem eru eldri
en 871 ± 2, og svo hins vegar skáli frá bilinu um 930 til um 1000.
Ingólfur mun nefndur aðeins tvisvar á sýningunni sjálfri, eftir því
sem ég man best, fyrst sem faðir Þorsteins Ingólfssonar og svo er
drepið stuttlega á þau hjónin, Ingólf og Hallveigu, þar sem gengið
1 Steinunn Kristjánsdóttir, „Landnámssýningin Reykjavík 871 ± 2 – raunveru-
leikaþáttur úr fortíðinni?“ Saga XLV:2 (2007), bls. 159–168. Framvegis verður
vísað til blaðsíðna í greininni innan í sviga í meginmáli.
2 Hjörleifur Stefánsson og Þórunn Sigríður Þorgrímsdóttir, „Reykjavík 871 ± 2.“
Í Orri Vésteinsson, Helgi Þorláksson, Árni Einarsson, Reykjavík 871 ± 2. Land-
námssýningin. The Settlement Exhibition. Ritstj. Bryndís Sverrisdóttir, Reykjavík
[2006], bls. 133.
Saga haust 2008 nota:Saga haust 2004 - NOTA 5/15/08 11:18 AM Page 198