Saga - 2008, Page 199
er út úr sýningarsalnum. Þau eru nefnd þarna í tengslum við að
sonarsonur þeirra kunni að hafa átt heima í skálanum. Í framhald-
inu, í þessum sama texta við útganginn, segir að tímasetning elstu
mannvistarleifa í Reykjavík stangist ekki á við vitnisburð Ara fróða,
m.ö.o. að garðbrotin séu ekki yngri en frá um 870. En tekið er fram
að þau kunni að vera mun eldri. Jafnframt er sagt að ekki verði
fullyrt að byggðin í Reykjavík sé endilega elsta byggð á Íslandi,
hugsanlegt sé að við frekari rannsóknir komi fram eldri byggð
annars staðar. Í þessu lýsir sér ekki sú viðleitni að tengja elstu
mannvistarleifar við Ingólf þann sem í ritheimildum er talinn hafa
verið frumherjinn mikli.
Um hvað fjallar sýningin öðru fremur ef ekki um Ingólf og land-
nám hans? Skálinn frá bilinu um 930 til um 1000 er þungamiðja
sýningarinnar og kemur Ingólfi ekki við, svo að vitað sé. Annars er
gerð grein fyrir því hvernig umhverfi var háttað á elstu tíð manna-
byggðar; Tjörninni er lýst, trjágróðri o.s.frv., og síðast en ekki síst er
gerð grein fyrir lifnaðarháttum fólks í Reykjavík á umræddu skeiði.
Hið síðastnefnda er kannski aðalatriðið; í sérstökum gluggum með
lifandi myndum eru t.d. sýnd svamlandi hvalir, rostungsveiði, karl
við járnsmíðar, mjaltakonur að störfum, karl og kona í heyvinnu,
sem bregða skyndilega á leik, og svo útför og barn að leik og loks
sjósókn. Svokallað margmiðlunarborð skýrir líf fólks í skálanum;
þar segir m.a. rækilega frá vefnaði og bústörfum ýmsum. Mikið er
fjallað um húsagerð. Loks er fjallað um uppruna landnemanna og
enn fremur um útrás og landnám víkinga.
Hins vegar er töluvert fjallað um Ingólf í sýningarritinu, í kafla
sem nefnist Hefðin. Hugmyndin var að fjalla þar á gagnrýninn hátt
um frásagnir Landnámu og annarra ritheimilda um landnámið.
Þarna kemur fram að frásögnum um Ingólf og Hjörleif í Landnámu
sé ekki að treysta og að Hjörleifur muni líklega vera búinn til. Stein-
unn virðist undrast að Ingólfi skuli ekki hafnað með öllu, en auð-
vitað verður fátt eftir þegar frásögnum Landnámu um samskipti
fóstbræðranna er hafnað. Þeim sem hafa lesið sýningarritið ætti þá
að vera ljóst af hverju Ingólfi er ekki hampað á sýningunni, hafi þeir
annars búist við að það yrði gert. Og ef til vill hafa menn ástæðu til
að halda að svo sé á sýningu sem nefnist „Landnámssýningin“. En
fornleifarnar leyfa það ekki, Landnámu er lítt að treysta um Ingólf
og fáorð frásögn Ara fróða vekur ýmsar spurningar.3
sjón og saga 199
3 Um hugsanlega tilvist Ingólfs sjá http://visindavefur.hi.is/svar.php?id=7366.
Saga haust 2008 nota:Saga haust 2004 - NOTA 5/15/08 11:18 AM Page 199