Saga - 2008, Blaðsíða 201
legt sem gilti um íslenskt samfélag eftir 1100 hefði einnig átt við
fyrir 1100, a.m.k. að öllum líkindum. Hvað sem leið einstökum
persónum og atburðum gat eitt og annað verið nýtilegt í Landnámu
sem hún hermdi um félagslegar formgerðir. Hið sama gat gilt um
hinar elstu Íslendingasögur og það sem þær segja t.d. um gangverk
í deilum og um félagslega virðingu og hefndarskyldu.
Á sýningunni eru þessi viðhorf látin ríkja. Aðstandendur forð-
uðust að blanda saman fornleifum og ritheimildum um einstakar
persónur og atburði. Hinir ætluðu landnemar, þau Ingólfur og
kona hans Hallveig, og ætlaðir afkomendur þeirra koma lítið við
sögu inni í sýningarrýminu sjálfu, eins og fram er komið. Á hinn
bóginn eru ritheimildir frá 12. öld og síðar notaðar til að varpa ljósi
á félagslegar og menningarlegar formgerðir á 10. öld og siði og
venjur. Ritheimildirnar geta varpað ljósi á félagslega stöðu kvenna
og karla, verkaskiptingu kynjanna, vinnu vefkvenna og hugmyndir
um félagsleg hlutverk og samskipti, t.d. formlega vináttu og gjafir,
veislur og móttöku gesta. Er þá miðað við að formgerðir og viðhorf
um þetta hafi verið lík á 10. og 12. öld. Ritheimildirnar eru jafnvel
látnar varpa ljósi á það hvaða skepnur muni hafa verið geymdar
hér í híbýlum manna. Þrjár skepnur voru hafðar inni í skálanum,
aðeins þrjár, hinar voru annars staðar. Þessar skepnur voru hafðar
á básum gegnt anddyri og hafa því blasað við gestum sem komu
inn. Húsbændur hafa vafalaust verið stoltir af þessum skepnum,
sem voru hér á eins konar heiðursstað. En hverjar voru þær? Ef til
vill vígahestar og uxar, kannski einn vígahestur, þjálfaður fyrir
hestaat, og tveir uxar. Uxar voru í miklum metum á 12. öld og þóttu
sæma sem gjafir til höfðingja. Uxarnir tengdust akuryrkju og bygg-
fræ fannst í gólflögum skálans. Bæjarheitið Bygggarður á Seltjarn-
arnesi bendir til byggræktar og akuryrkja var stunduð í Akurey og
Effersey á 14. öld, samkvæmt ritheimildum, og væntanlega fyrr
líka. Í miðbæ Reykjavíkur fundust leifar grips sem var líklega arð-
ur, frumstæður plógur, en uxar tengdust akuryrkju þannig að þeir
drógu arður, eins og kemur fram m.a. í sögunni um Hjörleif í Land-
námu. Okið var sennilega bundið um horn þeirra. Ekki er líklegt að
aðrir en góðbændur hafi stundað akuryrkju að jafnaði, hún var
líklega tákn um félagslega stöðu og góðan efnahag og metnað. Uxar
sem blöstu við gestum sögðu því sína sögu, annaðhvort um
raunverulega félagslega stöðu eða löngun til að njóta félagslegrar
virðingar. Hið sama hefur vígahestur gert, eins og Íslendingasögur
og aðrar sögur sýna vel. Þetta kemur heim við það að líkur eru til
sjón og saga 201
Saga haust 2008 nota:Saga haust 2004 - NOTA 5/15/08 11:18 AM Page 201