Saga - 2008, Page 203
orri vésteinsson
Leiðrétting við sjónrýni
Eitt af því sem við sem fáumst við að kenna fornleifafræði leggjum
áherslu á er að ungir fornleifafræðingar kunni að greina á milli
fornleifa og þess sem er náttúrlegt. Nemendur okkar þurfa að læra
að átta sig á hvar mannvistarlögum sleppir og náttúrleg jarðlög
taka við, eða hver er munurinn á náttúrlegri steinvölu og stein-
áhaldi sem mótað hefur verið af mönnum. Þetta getur stundum
verið snúið mál — og sum af frægustu bitbeinum fornleifafræð-
innar, t.d. um upphaf mannvistar í Ameríku, snúast um slíkan
greinarmun — en oftast er sáraeinfalt að skilja þarna á milli.
Það kom mér því nokkuð á óvart að lesa í síðasta hefti Sögu, í
Sjónrýni um Landnámssýninguna í Aðalstræti eftir samkennara
minn Steinunni Kristjánsdóttur, að hún teldi að „skáli Ingólfs kunni
að vera undir skálanum sem nú hefur verið steingerður“.1 Þessi
hugmynd, að eldri leifar geti leynst undir skálanum, er röng. Stein-
unn virðist raunar hafa misskilið þær aðferðir sem beitt var við
uppgröftinn og túlkun hans. Hún telur að upplýsingar um bygg-
ingartækni geti ekki verið sóttar í rannsókn á skálanum sjálfum því
veggir hans hafi ekki verið grafnir upp, og að uppgraftaraðferðin
hafi falist í að grafa innan úr rústinni „og skilja eftir útveggi og
gólf“.2 Það er alger óþarfi að velkjast í vafa um þessi atriði því mjög
rækilega er gerð grein fyrir uppgraftaraðferðunum í rannsóknar-
skýrslu og helstu niðurstöður um uppgröftinn hafa verið birtar í
Árbók Hins íslenzka fornleifafélags.3 Auðvelt ætti raunar að vera að
átta sig á því þegar maður stendur í aðalsýningarsalnum í Aðal-
stræti og horfir yfir rústina að
Saga XLVI:1 (2008), bls. 203–204.
1 Steinunn Kristjánsdóttir, „Landnámssýningin Reykjavík 871±2 — raunveru-
leikaþáttur úr fortíðinni?“ Saga XLV:2 (2007), bls. 159–168, hér 167–168.
2 Sama heimild, bls. 167, 168.
3 Fornleifarannsóknir við Aðalstræti 2001 / Archaeological investigations in Aðalstræti
2001. Áfangaskýrsla / Interim report, ritstj. Howell M. Roberts, Mjöll Snæsdóttir
og Orri Vésteinsson (Reykjavík 2002). — Howell M. Roberts, Mjöll Snæsdóttir,
Orri Vésteinsson og Natascha Mehler, „Skáli frá víkingaöld í Reykjavík“,Árbók
Hins íslenzka fornleifafélags 2000–2001 (2003), bls. 219–234.
Saga haust 2008 nota:Saga haust 2004 - NOTA 5/15/08 11:18 AM Page 203