Saga - 2008, Side 250
að fara út fyrir núverandi þjóðríki í útgáfu af þessu tagi og sýnir afrakstur
verksins vel nauðsyn þess að líta til þeirrar ríkisheildar sem við lýði var á
hverju söguskeiði fyrir sig til að fá fram trúverðuga mynd af samfélaginu.
Þessi rit ættu að stuðla að því að sagnfræðingar skerpi sögulegt samhengi í
rannsóknum sínum á þeim öldum þegar tengsl Íslands og Danmerkur voru
náin og jafnframt auðvelda þeim að átta sig á hvar heimildir er að finna og
á stjórnsýslulegu samhengi þeirra.
Fjöldi höfunda hefur komið að verkinu á síðastliðnum áratug, en þeir
eru orðnir ríflega 30 talsins í þessum fjórum bindum, og koma sumir að
fleiri en einu þeirra. Skjalasöfn, stofnanir og félög sem hafa lagt hönd á plóg
eru á annan tug í öllum þeim löndum sem um er fjallað, auk Ríkisskjala-
safns Danmerkur og landsskjalasafnanna þar í landi. Þjóðskjalasafn Íslands
hefur tekið þátt í verkefninu fyrir hönd Íslands. Höfundar efnis um heim-
ildir til íslenskrar sögu eru sagnfræðingarnir Eiríkur G. Guðmundsson,
Erik Nørr, Hrafn Sveinbjarnarson, Kristjana Kristinsdóttir, Pétur G. Krist-
jánsson og Ragnheiður Mósesdóttir, en þau starfa öll við skjala- og hand-
ritasöfn. Í fimmta bindi verksins, sem hér er til umræðu, eru ákveðnar teg-
undir heimilda sem tengjast Íslandi sérstaklega teknar fyrir. Jafnframt eru
fyrstu tvö bindi ritraðarinnar gagnleg fyrir Ísland, því þar er fjallað um alla
almenna heimildaflokka sem stjórnsýsla ríkisins lét eftir sig. Þar undir falla
því stjórnarskrifstofur sem fjölluðu um málefni Íslands almennt. Í Nord-
atlanten og Troperne eru hins vegar teknir fyrir aðrir heimildaflokkar sem
sérstaklega tengjast Íslandi, Færeyjum, Grænlandi og nýlendunum og
orðið hafa til vegna sögulegra aðstæðna og stjórnunar þessara svæða innan
hins víðfeðma ríkis. Þeir skjalaflokkar eiga sér því hugsanlega ekki hlið-
stæður í öðrum hlutum ríkisins, þótt svo geti einnig verið. Ákveðinn sögu-
legur veruleiki hefur orðið þess valdandi að einmitt þessi gögn urðu til.
Ritstjórar verksins kynna það til sögunnar sem nýja leið til að gera
sögulegar heimildir aðgengilegar. Óvinnandi vegur sé að gefa út allar
sögulegar heimildir sem óskandi væri, auk þess sem þessi aðferð gefi yfirlit
yfir breitt svið heimilda í tíma og rúmi og hafi því ýmsa kosti í sjálfu sér.
En hver er aðferðin? Hún er sú að skilgreina ákveðinn flokk heimilda, lýsa
honum og birta stutt sýnishorn úr heimildinni (bæði á frummálinu og í
danskri þýðingu). Oft er birt mynd, skrifaður stuttur skýringarkafli um
hugtök og fleira sem skýra þarf, gerð grein fyrir lagalegum grundvelli
heimildaflokksins og hvers vegna hann hefur orðið til og farið yfir nokkra
notkunarmöguleika í rannsóknum. Auk þess er birtur stuttur kafli um hvar
þessi gögn og önnur sambærileg er að finna, jafnvel á öðrum tímabilum og
í öðrum söfnum, hvernig varðveislu heimildaflokksins hefur verið háttað
og hvað hefur verið prentað og gefið út. Að lokum er stutt heimildaskrá
yfir ítarefni ef það er til. Heildarumfjöllun um hvern flokk heimilda er
oftast á 4–6 síðum. Textinn er knappur og uppflettigildið mikið, jafnframt
því sem nógu ítarlega er fjallað um hvern flokk um sig til að hægt sé að átta
sig á eðli heimildarinnar. Þar skipta sýnishornin miklu máli. Enn er ónefnt
ritdómar250
Saga haust 2008 nota:Saga haust 2004 - NOTA 5/15/08 11:18 AM Page 250