Saga - 2008, Page 251
að í hverju bindi eru greinar um stjórnsýslusögu sem gefa stutt yfirlit yfir
hið stærra samhengi.
Alls er fjallað um hvorki meira né minna en 469 heimildaflokka í
þessum bindum. En þar sem skipulag verksins snýst um heimildaflokka er
bara fjallað einu sinni um hvern flokk. Því er það að þegar sami flokkur
skjala kemur víða fyrir í kerfinu og á ýmsum svæðum, t.d. dómabækur, er
aðeins fjallað um hann á einum stað. Þar af leiðandi má ganga út frá því að
jafn miðlæg heimild og dómabækur komi fyrir í umfjölluninni um Dan-
mörku en ekki um ytri svæði hins forna ríkis. Það merkir þó ekki að dóma-
bækur hafi ekki varðveist þar. Að sumu leyti er þetta galli, sérstaklega frá
sjónarhóli Hertogadæmanna, Íslands, Færeyja, Grænlands og nýlendn-
anna. Í fyrstu bindunum sem gefin voru út eru líka aðallega vísanir á
skjalasöfn innan Danmerkur, en það var ekki fyrr en síðar sem ákveðið var
að stækka verkið. Á móti má benda á að þetta er stjórnsýslusaga Dan-
merkur og lönd konungs eru sett í samhengi við móðurríkið. Þetta er ekki
heildarsýn á íslenska stjórnsýslu, heldur endurspeglar bókin þann hluta
hennar sem tengist Danmörku með ákveðnum hætti og með dönskum
lykli.
IV. og V. bindi, sem helguð eru þessum svæðum, koma til móts við
þennan vanda að ákveðnu marki en varpa þó aðallega ljósi á „sérlausnir“
stjórnsýslunnar fyrir hvert þessara svæða frekar en almenna stjórnsýslu.
Við val á heimildaflokkum um Ísland hefur þó verið reynt að velja marg-
vísleg gögn frá ýmsum tímum og gefa þannig ákveðna heildarmynd af
stjórnsýslu landsins. En til að bæta um betur verður gefið út viðbótarbindi
með greinum um stjórnsýslusögu Íslands, Færeyja og Grænlands til að
auka notagildi verksins í heild. Það kom í ljós þegar verkið var í vinnslu að
miklum mun minna er vitað um bakgrunn þeirra stjórnsýslusögulegu
gagna sem tengjast Atlantshafssvæðunum en öðrum hlutum Danaveldis.
Það kemur í sjálfu sér ekki á óvart því búið var að rita ítarlega stjórn-
sýslusögu Danmerkur áður en til þessa heimildaútgáfuverkefnis kom, auk
þess sem það er fremur sjaldgæft í verkefnum af þessu tagi að litið sé til
sögulegra landamæra við afmörkun þeirra. Að því leyti ryður þessi heim-
ildaútgáfa áhugaverða braut.
Ástæða er til að ítreka að ritstjórar leggja höfuðáherslu á að fjallað er
um gildi heimildanna út frá tegund þeirra en ekki efnisinnihaldi. Notkun
bókanna sjá þeir fyrir sér með fernum hætti; í fyrsta lagi sem nytsamlegt
uppflettirit fyrir sagnfræðinga, sagnfræðinema og aðra þá sem vinna með
sögu danska ríkisins frá miðöldum og fram til 1970, í öðru lagi nýtist
bækurnar sem kennsluefni fyrir nemendur í skjalfræðum, í þriðja lagi sem
handbækur á skjalasöfnum og að lokum eigi verkið að vera gagnlegt fólki
sem fæst við byggðasöguritun og ættfræðiathuganir (V, 13). Ljóst er að
verkið stendur undir þessum væntingum, sérstaklega að því er varðar
danska sögu. Ekki er útilokað að skjalfræðikennsla hér á landi hefði einnig
gagn af verkinu í heild.
ritdómar 251
Saga haust 2008 nota:Saga haust 2004 - NOTA 5/15/08 11:18 AM Page 251