Saga - 2008, Qupperneq 252
Hvaða gögn eru það þá sem eru sérkennandi fyrir Ísland og hafa orðið
til á því tímabili sem Ísland heyrði undir konung Danmerkur og þörf er að
vekja sérstaka athygli á? Auk yfirlits yfir sögu stjórnsýslu á Íslandi frá elstu
tímum fram á 20. öld, sem Kristjana Kristinsdóttir og Ragnheiður Móses-
dóttir skrifa, hafa sjö flokkar heimilda verið valdir til umfjöllunar og innan
þeirra eru kynntir alls 18 skjalaflokkar. Þeir eru ekki tæmandi um það sem
líta má á sem sértækt fyrir Ísland enda margt sem kemur til greina þegar
slíkt er valið. Sumt er varðveitt á Íslandi, annað í Danmörku. Markmið höf-
unda bókarinnar hefur þó verið að velja úr mikilvæga heimildaflokka. Þeir
eru allir áhugaverðir fyrir íslenska sögu og eru grundvallarheimildir um
margt í sögu landsins á 16.–20. öld. Sumir þessara flokka eru vel kannaðir,
aðrir hafa mjög lítið verið skoðaðir. Þetta eru dómar frá hinu gamla Öxar-
árþingi frá lokum 16. aldar þar til það var lagt niður, manntalið og kvik-
fjártalið 1703 sem jarðabókarnefndin lét taka saman, skjalasafn landsnefnd-
arinnar fyrri 1770–1771 og gögn um söfnun í Danmörku til styrktar Íslend-
ingum eftir móðuharðindin 1783–1785. Þarna er einnig að finna upplýsingar
um verslunargögn frá konungsversluninni fyrri 1759–1763, sóknarmanntöl
eða húsvitjunarbækur sem skylt var að færa frá miðri 18. öld auk mann-
talsgjaldabóka frá 18. og 19. öld. Skjalasöfn hreppstjóra eru einnig skoðuð en
hreppstjórum var gert skylt að færa bækur frá lokum 18. aldar. Þær
innihalda margs konar gögn, m.a. tíundarreikninga, útsvar, framfærslulista
og jafnaðarreikninga fátækraframfærslunnar. Einnig er fjallað um úttekta-
bækur hreppstjóranna, virðinga- og uppboðsbækur, hreppskilabækur og
kjörbækur frá þeim tíma þegar kosið var í heyranda hljóði. Að lokum eru
heimildir um samskipti Íslands og Danmerkur í utanríkisráðuneyti Dan-
merkur. Hér er því mörg matarholan.
Alls er tekinn fyrir 71 heimildaflokkur í bókinni. Fjórðungur hennar
fjallar um íslenskar heimildir og fjórðungur um hvert hinna svæðanna:
Færeyjar, Grænland og nýlendurnar. Það er ekki síður áhugavert fyrir
Íslendinga að fá innsýn í sögu nágrannaríkjanna og heimildir til sögu þeirra
en það sem snýr beint að Íslandi. Færeyjar og Ísland voru oft nátengd í
augum stjórnsýslunnar og áhugavert getur verið að beina sjónum að
samanburði. Færeyingar bjuggu við einokunarverslun, þar á meðal
konungsverslun allt frá 1709 til 1856, og 1720–1785 heyrðu Færeyjar undir
stiftamtmann Íslands; sýslumenn Færeyja voru hins vegar alltaf Fær-
eyingar á meðan oft voru þýskir og danskir sýslumenn hérlendis. Heim-
ildir sem sérstaklega tengjast færeysku samfélagi eru t.d. reikningar um
grindhvalaveiðar og áfengiskosningar. Höfundar færeyska efnisins eru
Erik Gøbel, Erik Nørr, Lena Nolsøe og Sámal Tróndur Finnsson Johansen.
Grænlensku gögnin bera keim af því að landið var undir beinni danskri
stjórn um langan aldur, en þar eru líka heimildir um skólamál, trúboð,
útvarp og fleira kynntar til sögunnar. Samskipti Dana við nýlendurnar í
Austur-Indíum, Gíneu og Vestur-Indíum hafa skilið eftir sig annars konar
heimildir en eyjarnar í Norður-Atlantshafi. Þar koma við sögu listar yfir
ritdómar252
Saga haust 2008 nota:Saga haust 2004 - NOTA 5/15/08 11:18 AM Page 252