Jökull


Jökull - 01.07.2003, Page 63

Jökull - 01.07.2003, Page 63
Data report Jöklabreytingar 1930–1960, 1960–1990 og 2000–2001 Oddur Sigurðsson Orkustofnun, Grensásvegi 9, 108 Reykjavík; osig@os.is YFIRLIT — Árið 2001 var í hlýrra lagi en þó var sumarið svalt einkum framan af norðanlands. Snjóalög á hálendinu veturinn 2000–2001 voru með minnsta móti nema á Norður- og Austurlandi þar sem snjóaði drjúgt. Af þessum sökum rýrnuðu jöklar almennt en þó færðust allir jöklar á Vestfjörðum, Norðurlandi og Austfjörðum í aukana. Í könnunarflugi yfir Drangajökul þann 8. september sást að snælína stóð þar lágt og má fullyrða að hann hefur aukist í ár. Mælingamenn beggja vegna Eyjafjarðar geta um vetrarsnjó við jökulsporðana haustið 2001 og má sjá af því að þeir jöklar hafa aukist að efni þetta ár. Afkoma Hofsjökuls var neikvæð sjöunda árið í röð og er þess farið að gæta sjáanlega í stærð jökulsins sem nær ekki lengur 900 km . Þrándarjökull bætti hins vegar við sig frá hausti 2000 til jafnlengdar 2001. Jöklamælingamenn vitjuðu að þessu sinni jökulsporða á 50 stöðum og mjakaðist aðeins einn þeirra fram. Eins og í fyrra var það Leirufjarðarjökull sem mældist 10 m framar nú. Ásgeir Sólbergsson, sem hefur margmælt sporðinn meðan á þessu framhlaupi hefur staðið, telur að nú hljóti jökullinn að nema staðar og hopa síðan eins og aðrir jöklar nú um stundir. Á 5 stöðum mældist fjarlægðin í jökul sú sama og í fyrra. Í þeim tilvikum öllum er þess getið að jökullinn á bak við lækki og er einungis hlíft við bráðnun af aurlagi eða snjó sem hylur sporðinn. Hvarvetna annars staðar hopa jökulsporðar og verður ástandi jökla landsins helst líkt við óðabráðnun jökla á fjórða áratug 20. aldar. Þó skal ítrekað að síðast liðið ár var jöklum á norðanverðu landinu og á Austfjörðum ekki óhagstætt. AFKOMUMÆLINGAR Hér fylgja í töflu 1 tölur um afkomu þriggja hliða Hofsjökuls samkvæmt mælingum Orkustofnun- ar (Oddur Sigurðsson, 1989, 1991 og 1993; Oddur Sigurðsson og Ólafur Jens Sigurðsson 1998). Til sam- anburðar eru einnig samsvarandi tölur fyrri ára. Ljóst er að afkoma Blágnípujökuls er skakkt reiknuð í töflunni vegna þess að ísaskil eru vandgreind á ákomusvæðinu og flatarmál jökulsins hið efra því ekki nógu vel þekkt. Þess vegna er samtalstala af- komu Blágnípujökuls marklaus og felld úr töflu 1 þar til mælingar verða lagfærðar. Ekki er unnt að bæta úr þessum ágalla að svo stöddu en mælingar standa yf- ir sem geta dugað til leiðréttingar. Samanburður milli ára ætti þó að gefa skýra vísbendingu um breytingar á afkomu. ATHUGASEMDIR OG VIÐAUKAR Snæfellsjökull Hyrningsjökull þynnist enn en grjót og leir þekja neðsta hluta hans og koma í veg fyrir að hann styttist. Drangajökull Kaldalónsjökull – Indriði á Skjaldfönn segir svo: „Fremsta skriðjökulssnösin er norðan Mórillu því að áin kemur nú í einu lagi undan jöklinum og er farin að grafa sig niður í einn farveg heim eftir hlaupframburð- inum. Jökullinn hefur staðið í stað en þynnst mjög og er varla þverhníptur lengur og gæti farið að hopa aftur vegna bráðnunar eftir svo sem 2 sumur. Gamalt mæl- ingavörðubrot a.m.k. eitt er við norðurlandið en erfitt að tímasetja það eða tengja við núverandi mælingar. Mér vitanlega hefur aldrei verið mælt frá Votubjarga- öldu. Síðasti vetur fór afar mildum höndum um okkur Vestfirðinga. Snjólaust og vorhlýindi á þorra, gott og hríðalaust til sumarmála, áfelli engin í vor en seinni partur maí fremur kaldur og næturfrost algeng fram JÖKULL No. 52, 2003 61

x

Jökull

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.