Jökull

Ataaseq assigiiaat ilaat

Jökull - 01.07.2003, Qupperneq 64

Jökull - 01.07.2003, Qupperneq 64
Oddur Sigurðsson 1. mynd. Séð vestur yfir Snæfellsjökul. Þríhyrningur er niður undan Þúfum og Hyrningsjökull við hann kennd- ur teygir sig lengst í austur. Ljósmynd 18. október 2001. – A view westwards over Snæfellsjökull. The outlet glacier in the foreground is Hyrningsjökull. Ljósm./Photo. Oddur Sigurðsson. yfir Jónsmessu. Sumarið með eindæmum sólríkt en allt of þurrt svo tún þurrkbrunnu víða en þar sem raki var nægur var mettöðufall og heyfengur hér mikill og góður. Varla kom dropi úr lofti allan ágúst og fram eftir september og þar sem enginn vetrarsnjór var til vatnsmiðlunar þornuðu upp allir lækir og tjarnir, og mýrar sem venjulega voru vart færar á hnéstígvélum var nú í leitum hægt að ganga um, ef vildi, á sokka- leistunum án þess að blotna í tær. Úthagagróður þoldi illa þessa látlausu sólar- breiskju og féll snemma. Fé af stórum svæðum flýði heim vegna vatnsskorts, ærnar geltust og dilkar urðu í rýrara lagi. Ber feikileg og héldust óskemmd út sept- ember. Hausthret engin, tíð góð og jörð auð til 20. nóvember. Skjaldfönn fór 1. september sem er afar óvenjulegt að hún leggi upp laupana svo snemma. Í heild fær árið hin bestu eftirmæli.“ Leirufjarðarjökull – Ásgeir Sólbergsson telur snjóa- lög með minnsta móti í Leirufirði þau 40 ár sem hann hefur verið þar viðloðandi (1. mynd). Horfur voru á að skaflinn í Kjósarnúpnum hyrfi sem er afar sjaldgæft. Reykjarfjarðarjökull – Þröstur Jóhannesson lýsir sporðinum sem bröttum en lítt sprungnum. Ein- hver hreyfing sýnist vera á honum austan megin. Brúná virðist ennþá vera tærari en jökuláin (Reykjar- fjarðarós) en það kann að vera af því að hún virðist lýsast við það að falla fram af Brúnárfossi. Ofan foss- ins er hún með sama lit og aðrar jökulár. Á jöklinum upp af sporði Reykjarfjarðarjökuls eru nokkur sprungusvæði, frekar lítil um sig og virðast öll vera á hæðum sem jökullinn skríður yfir. Skaflar á hjallanum undir Miðmundahorni eru meiri en verið hefur undanfarin haust. Snjór var samkvæmt þessum skýrslum um Drangajökul meiri á Hornströndum en í Djúpi og Jökulfjörðum. Norðurlandsjöklar Gljúfurárjökull – Kristján Eldjárn og Árni Hjartarsyn- ir vitjuðu jökulsins í sól og stillu: „Nýsnævi var á háfjöllum og náði niður á jökultunguna í um 700 m hæð. Vetrarfönn frá undanfarandi vetri var horfin á mælistaðnum en var enn nokkur meðfram jökulrönd- inni til beggja handa. Fönn og snjóþök voru á ánni nokkuð neðan við útfallið og síðan aftur nokkru neðar. Breytingar höfðu orðið á útfalli árinnar. Undanfarin ár, og líklega áratugi hefur hún komið í tveimur kvísl- um undan jöklinum sem sameinuðust skammt neðan hans. Nú er eystri kvíslin horfin en sú vestari orðin að sama skapi stærri. Lágur vatnslaus íshellir liggur inn 62 JÖKULL No. 52, 2003
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Jökull

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.