Jökull


Jökull - 01.07.2003, Síða 71

Jökull - 01.07.2003, Síða 71
Society report Ræða á haustráðstefnu Jarðfræðafélags Íslands, 18. október 2002, sem helguð var Guðmundi E. Sigvaldasyni sjötugum Sigurður Steinþórsson Raunvísindastofnun Háskólans, Jarðfræðahúsi, 101 Reykjavík; sigst@raunvis.hi.is Um þessar mundir eru rétt 20 ár síðan ég stóð í svipuðum sporum og nú og flutti ræðu í tilefni sjötugsafmælis Sigurð- ar Þórarinssonar. Það var á norræna vetrarmótinu í janúar 1982, sem var helgað Sigurði sjötugum, og þetta var fyrsta og eina ræða mín sem ég hef flutt á dönsku. Það eru semsagt 20 ár sem aðskilja þessa tvo örlagavalda í mínu lífi: Sigurður stóð fyrir því að ég færi í jarðfræði yfirleitt, en Guðmund- ur var samstarfsmaður og mótandi að ýmsu leyti fyrstu ár mín í faginu. Og hann stóð fyrir því að ég færi til fram- haldsnáms í Princeton, frekar en til einhvers annars minna frægs háskóla af þeim sem til boða stóðu. Og þar var ég svo bráðheppinn, án þess að Guðmundur eða ég hefðum um það grænan grun, að saman var komin helsta fylking forgöngumanna nýju jarðfræðinnar svonefndu, Harry Hess, Jason Morgan, Fred Vine, Walter Elsasser og raunar líka Alfred Fischer sem fyrstur benti á lotubundinn aldauða teg- unda, mass extinctions, og meðal skólabræðranna var nem- andi Fischers, Walter Alvarez, sem seinna fékk frægð fyrir kenningu sem skýrði þennan lotubundna aldauða með falli loftsteina á jörðina. Jarðfræðideildin í Princeton var að því leyti merkileg að þar var ekki mikið af fínum og dýrum tækj- um, þar notuðu menn höfuðið. En Guðmundur hafði ekki síður fræga kennara í sínu námi í Göttingen, því Wedepohl, kennari hans við jarðefna- fræðideild háskólans, var mikill sproti í því fagi og stóð á herðum sjálfs Goldschmidts, föður jarðefnafræðinnar, sem hafði byggt stofnunina upp með röntgentækjum og öðrum búnaði. Þegar Guðmundur kom til starfa hér á landi eftir nám í Þýzkalandi og Bandaríkjunum, byrjaði hann auðvit- að á því að koma upp röntgentæki í Atvinnudeildarhúsinu, lítilli eftirmynd af röntgen-rannsóknastofu Goldschmidts. Þetta tæki átti lengi eftir að vera burðarásinn í jarðhita- og síðar bergfræðirannsóknum í því húsi, og þegar röntgentæk- ið loks var borið út af sex-manna stritandi píanógengi leið manni eins og nákominn ættingi væri að kveðja þessa jarð- vist í svörtum líkpoka. Líf okkar flestra er röð af tilviljunum að því er vísir menn telja. Guðmundur kom heim frá námi 1961 um þær mundir sem Askja byrjaði að gjósa, og hann kastaði sér þeg- ar í stað út í þær rannsóknir í félagi við Sigurð Þórarinsson og fleiri, sem kannski varð kveikjan að því að hann sneri sér smám saman að eldfjallafræði. Svo kom Surtseyjargos- ið, og þar stóð Guðmundur m.a. fyrir heimsfrægum grein- ingum á eldfjallagösum. Enda var svo komið áratug síðar að menn töldu engan annan koma til greina að stýra Nor- rænu eldfjallastöðinni fyrstu skrefin en Guðmund þegar hún var stofnuð 1974. Í framhaldi af Öskjugosinu skrifaði Guð- mundur merka grein um notkun jarðefnafræði til að spá fyrir um eldgos undir jökli, sérstaklega í Grímsvötnum og Kötlu, með hugmyndum sem fylgt hefur verið eftir til þessa dags. Þetta voru tíðindamikil ár í jarðvísindunum, þegar allt þurfti að endurskoða í ljósi nýju jarðfræðinnar. 1968 kom út grein Kushiros um áhrif vatnsþrýstings á uppbræðslu basalts, og 1973 kinematics-grein Guðmundar Pálmason- ar og grein Schillings um reglubundnar breytingar í efna- samsetningu basalts eftir Reykjaneshryggnum. Guðmund- ur Sigvaldason hefur alltaf verið naskur á að fylgja eftir og nýta nýjar hugmyndir, og í kjölfar Heklugossins 1970 notaði hann tilraunaniðurstöður Kushiros á kerfinu forsterít- díopsíd- kvarz undir vatnsþrýstingi til að skýra bergfræði Heklu, og uppruna súra bergsins á Íslandi, með nýjum hætti sem hlutbráð vatnaðrar basaltskorpu. Sú kenning, sem að sönnu varð til víðar um svipað leyti, nýtur nú, eftir nokkrar sviptingar, viðurkenningar flestra. Um þessar mundir fór Guðmundur til Managua á vegum Sameinuðu þjóðanna, þar sem hann lenti í jarðskjálftanum mikla, og þaðan sendi hann okkur Níelsi Óskarssyni bréf með nákvæmum fyrirmælum um viðamikla sýnasöfnun eft- ir íslenska rekbeltinu, til að fylgja eftir rannsóknum Schill- ings á Reykjaneshryggnum. Við Níels fórum að þeim fyrir- mælum til hins ítrasta, og svo var kappið mikið að ég minn- ist þess að í einni tveggja sólarhringa ferð upp á Kjöl átum JÖKULL No. 52, 2003 69
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Jökull

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.