Jökull


Jökull - 01.07.2003, Side 72

Jökull - 01.07.2003, Side 72
Sigurður Steinþórsson við tveir saman ekki annað en eina dós af grænum baun- um, grænmetistegund sem áður hafði komið við sögu í ís- lenzkum rannsóknaheimi. Efnagreiningar Níelsar á þessum sýnunum leiddu í ljós að breytileikinn sem Schilling hafði sýnt fram á fyrir Reykjaneshrygginn heldur áfram eftir gos- beltunum allt til miðpunkts Íslands, sem við töldum þá vera Kverkfjöll en er sennilega Grímsvötn, nafli heita reitsins, og nokkrum árum síðar til „Stykkishólmskenningarinnar“ 1982. Níels Óskarsson var fyrsti höfundur þeirrar miklu ritgerðar, sem er svo þrungin af mannviti að fáir hafa ráð- ist í að lesa hana, að því er mér er sagt, en þar er reynt að skýra flesta hluti í jarðfræði Íslands í ljósi líkans Guðmundar Pálmasonar og bergfræðitilrauna Rosalind Helz á náttúrleg- um basaltsýnum undir vatnsþrýstingi. Eins og ég sagði áðan, tók Askja á móti Guðmundi eins og best hún kunni, með eldgosinu 1961, og ég man enn- þá eftir bjartsýnisfullu viðtali við Guðmund í Mogganum, skreyttu með mynd sem tekin var af honum í Öskju. Og svo fór að Askja varð fylgikona Guðmundar, ef svo má segja, æ síðan. Þangað hefur hann farið ófáar ferðir í áratuganna rás, oftast með Halldóri Ólafssyni og oft með ýmsum styrk- þegum Norrænu eldfjallastöðvarinnar. Úr þeim rannsókn- um hefur margt merkilegt komið, sem ég ætla ekki að tí- unda hér tímans vegna, en ekki sízt sú niðurstaða að eld- virkni á Íslandi hafi verið 30 sinnum meiri í ísaldarlok en nú er. Sem rennir tryggum stoðum undir þá hugmynd að þrýstiléttir í jarðmöttlinum, sem varð þegar land reis í lok ísaldar, hafi valdið stórfelldri bráðnun sem m.a. kom fram í dyngjugosunum miklu. Skólamenntun Guðmundar var að sönnu á sviði jarðefnafræði, jarðhitafræði og bergfræði, en maðurinn er nýjungagjarn með afbrigðum, og þess vegna hneigðist áhugi hans með árunum nokkuð til jarðeðlisfræði – sem hann að að vísu hefur ekki stundað sjálfur að marki, mér vitanlega, heldur styrkt þá rannsóknaraðferð eftir mætti á Eldfjallastöðinni. Enda er eftirmaður hans á stóli forstjóra stofnunarinnar jarðeðlisfræðingur, eins og allir vita. Það mun hafa verið sumarið 1963 sem ég hitti Guð- mund fyrst. Ég var þá í námi, í sumarvinnu á Orkustofnun, og leitaði til hans vestur í Atvinnudeildarhús um hugmyndir að verkefni fyrir lokaritgerð. Guðmundur stakk upp á því að ég kannaði sérkennilegt berg í Hvammsmúla undir Eyja- fjöllum, ankaramít reyndist það vera, sem ég gerði. Guð- mundur segir mér að sér hafi þótt ég vera skrýtnasti maður sem hann hefði séð, nokkuð sem ég á ekki auðvelt með að gera mér grein fyrir, sennilega af sömu ástæðu og Kínverjar segja að enginn sjái bakhlutann á sjálfum sér, en svo fór að við urðum samstarfsmenn í marga áratugi. Eins og allir sjá og vita er Guðmundur ákaflega mik- ilúðlegur maður, langur sem áll, eygður vel og allur hinn stórmannlegasti, enda hef ég oft sagt og stundum reynt að þegar hann hittir ráðamenn eða fjársterka aðila seilast þeir umsvifalaust til buddunnar og segja „hvað þarftu mikið?“ En því miður hefur þetta ekki alltaf dugað, og árin liðu án þess að Háskólinn eða önnur yfirvöld efndu það loforð að koma Eldfjallastöðinni í boðlegt húsnæði. Þar kom að Guð- mund brast þolinmæði og Eldfjallastöðin flutti úr Jarðfræða- húsi með manni og mús, ef svo má segja, og sambandið við þá sem eftir sátu rofnaði að verulegu leyti. Ég hafði áður verið hluti af all-öflugum rannsóknahóp í bergfræði, en varð nú nánast einyrki. Nú hillir vonandi undir það að allir jarðvísindamenn, ég hef satt að segja dálitla ímugust á þessu orði, jarðVÍSINDAmaður, í ljósi þess hve háska- leg gengisfelling tungunnar getur verið, sbr. stjörnufræði - stjarnvísindi - stjörnuspeki, eða stærðfræði - heimspeki, en orðið jarðvísindamaður á raunar ekki að gera annað en taka til allra þeirra sem rannsaka jörðina með hinum ýmsu aðferðum raunvísindanna án þess að leggja mat á vísinda- gildið. Semsagt, nú hillir vonandi undir það að allir jarð- vísindamenn Háskóla Íslands og stofnana hans sameinist í einu húsi, Náttúrufræðihúsinu í Vatnsmýri. Þá verður kátt í höllinni ef að líkum lætur og miklir sprækleikar í rannsókn- unum. Guðmundur er að vísu, illu heilli, orðinn sjötugur, og ég sjálfur reyndar næstum því, en ég treysti því og vona að við eigum eftir að hugsa saman þó ekki væri nema ein frumleg hugsun. En úr því mun framtíðin ein skera. Svo óska ég Guðmundi til hamingju með lífið og til- veruna og langan og farsælan rannsókna- og stjórnunarferil. Og jafnframt þakka ég sjálfur honum fyrir skemmtilegt og frjótt samstarf um áratugi. 70 JÖKULL No. 52, 2003

x

Jökull

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.