Jökull


Jökull - 01.07.2003, Síða 78

Jökull - 01.07.2003, Síða 78
Society report Jöklarannsóknafélag Íslands Skýrsla stjórnar á aðalfundi 26. febrúar 2002 SKIPAN STJÓRNAR OG NEFNDA Aðalfundur Jöklarannsóknafélags Íslands árið 2001 var haldinn í Norræna húsinu þann 27. febrúar. Fund- arstjóri var Hjálmar H. Bárðarson og fundarritari Guttormur Sigbjarnarson. Oddur Sigurðsson, vara- formaður félagsins, sem setið hafði 5 kjörtímabil í stjórn félagsins, gaf ekki kost á sér til endurkjörs. Í hans stað var Ástvaldur Guðmundsson kosinn í aðal- stjórn, en Sverrir Elefsen var kosinn í varastjórn í stað Ástvalds. Voru Oddi þökkuð vel unnin störf í áratug í stjórn félagsins, en hann sá meðal annars um útgáfu fréttabréfsins. Oddur er þó ekki hættur að starfa fyrir félagið, því hann mun enn sem fyrr hafa umsjón með mælingum á jökulsporðum. Fyrsti fundur nýrrar stjórnar var haldinn 5. mars. Skipti stjórn þá með sér verkum og dregið var um röð varamanna. Stjórnin er þannig skipuð: Aðalstjórn: Magnús Tumi Guðmundsson, formaður, kosinn 2001 til þriggja ára. Steinunn S. Jakobsdóttir, varaformaður, kosin 2001 til tveggja ára. Garðar Briem, gjaldkeri, kosinn 2000 til tveggja ára. Halldór Gíslason, ritari, kosinn 2000 til tveggja ára. Ástvaldur Guðmundsson, meðstjórnandi, kosinn 2001 til tveggja ára. Varastjórn: Hannes H. Haraldsson, fyrsti varamaður, kosinn 2000 til tveggja ára. Sverrir Elefsen, annar varamaður, kosinn 2001 til tveggja ára. Bryndís Brandsdóttir, þriðji varamaður, kosin 2000 til tveggja ára. Guðmundur Þórðarson, fjórði varamaður, kosinn 2001 til tveggja ára. Valnefnd skipuðu Stefán Bjarnason, kosinn 1999 til þriggja ára, Sveinbjörn Björnsson, kosinn 2000 til þriggja ára og Gunnar Guðmundsson, kosinn 2001 til þriggja ára. Stjórnin hafði fastan fundartíma fyrsta mánudag hvers mánaðar. Fundir eru þó ekki haldnir yfir sum- armánuðina, þ.e. júní - ágúst og auk þess féll október- fundurinn niður í ár. Fundarstaður er í risinu í Mörk- inn 6. Sverrir Elefsen tók að sér útgáfu fréttabréfsins, Halldór Gíslason, ritari, sá um fundargerðir, Garð- ar Briem, gjaldkeri sá um fjármálin, m.a. innheimtu félagsgjalda, en Steinunn Jakobsdóttir sá um erlenda áskrift Jökuls. Formenn nefnda félagsins voru kosnir á fyrsta stjórnarfundi eftir aðalfund. Nefndir voru þannig skipaðar: Rannsóknanefnd: Magnús Tumi Guðmundsson, formaður, Finnur Pálsson, Jón Sveinsson, Bryndís Brandsdóttir og Þorsteinn Þorsteinsson, Raunvísinda- stofnunHáskólans, Oddur Sigurðsson og Sverrir Elef- sen, Orkustofnun, Hannes Haraldsson, Landsvirkjun og Steinunn S. Jakobsdóttir, Veðurstofu Íslands. Fagritstjórar Jökuls: Bryndís Brandsdóttir fyrir hönd JÖRFÍ og Áslaug Geirsdóttir fyrir hönd JFÍ, en Hall- dór Gíslason var ritstjóri íslensks efnis. Bryndís hefur einnig haft umsjón með útgáfunni og hefur hún lagt fram mikla vinnu til að ná útgáfumálunum á réttan kjöl. Skálanefnd: Sverrir Hilmarsson formaður, Stefán Bjarnason, Ástvaldur Guðmundsson, Alexander Ingimarsson, Guðmundur Þórðarson, Vilhjálmur Kjartansson, Leifur Þorvaldsson og Aðalsteinn Svavarsson. Bílanefnd: Þorsteinn Jónsson formaður, Halldór Gíslason yngri, Garðar Briem, Sigurður Vignisson og Árni Páll Árnason. Ferðanefnd vorferðar: Halldór Gíslason formaður, Magnús Tumi Guðmundsson, Sjöfn Sigsteinsdóttir, Hannes Haraldsson og Þorsteinn Jónsson. Árshátíðarnefnd: Valgerður Jóhannsdóttir formaður, Björk Harðardóttir, Jóhanna Margrét Einarsdóttir, Sverrir Hilmarsson og Kirsty Langley. 76 JÖKULL No. 52, 2003
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Jökull

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.