Jökull - 01.12.2007, Page 88
Eyjólfur Magnússon og fl.
4. mynd. Jökul- og lónbotn undir Kvíárjökli (syðst), Hrútárjökli (í mið), og Fjallsjökli (nyrst). – Glacier and
lagoon bed elevation of Kvíárjökull, Hrútárjökull and Fjallsjökull.
um að áður en jöklar tóku að vaxa á kuldaskeiði eftir
landnám (sem oft er nefnt Litla ísöld) hafi sporðarnir
staðið í meira en 100 m hæð yfir sjó og þar fyrir neð-
an hafi verið samfelld árslétta, má áætla hversu miklu
efni skriðjöklarnir ruddu burt á Litlu ísöld, með því
að reikna mismun þess landslags og mælds botns (5.
mynd). Samkvæmt því hafa Fjalls- og Hrútárjökull
rofið 1.3±0.3 km3 af lausu ár- og jökulseti, meðan rof
Kvíárjökuls er um 0.25±0.06 km3. Til samanburðar
er samanlagt rúmmál Kambs, Kvíármýrar- og Kambs-
mýrarkambs (stóru jökulgarðanna framan við Kvíár-
jökul)!0.2 km3. Efnið sem Kvíárjökull ruddi í burtu
á Litlu ísöld er þó ekki nema að litlu leyti í Kömb-
unum þar sem elsti hluti þeirra er talinn um 2000 ára
gamall (Black, 1990; Sigurður Þórarinsson, 1956) og
því má gera ráð fyrir að ár hafi borið mest af því til
sjávar. Sé reiknaðmeð fjögurra alda framrás jöklanna,
frá 1500–1900 (Sigurður Þórarinsson, 1974) og rúm-
máli setsins jafnað yfir rofsvæði þessara jökla niðri á
láglendi (áætlaðri ársléttu) samsvarar það rofi upp á
15 m/öld fyrir Fjalls- og Hrútárjökul og 68 m/öld þar
sem það er mest. Á Kvíárjökli reiknast rofið 12 m/öld
að jafnaði og 36 m/öld þar sem það er mest. Þess-
ar niðurstöður gefa nokkru hægara rof en fengist hef-
ur fyrir Breiðamerkurjökul (Helgi Björnsson, 1996 og
1998) og Hoffellsjökul (Helgi Björnsson og Finnur
Pálsson, 2004) á Litlu ísöld. Þeim skal þó tekið með
þeim fyrirvara að lega Kvíár-, Hrútár- og Fjallsjökuls
í upphafi upphafi Litlu ísaldar er óþekkt. Sé gert ráð
fyrir að rofið hefjist þegar kólnaði við upphaf Mýra-
skeiðs síðara fyrir um 2500 árum (Þorleifur Einarsson,
1999) og engin setuppsöfnun hafi átt sér stað yfir sama
tímabil fæst um 6-falt hægara rof að jafnaði yfir 2400
ár.
86 JÖKULL No. 57