Jökull - 01.12.2007, Blaðsíða 100
Society report
Jón Sveinsson
14. febrúar 1944 – 12. júlí 2007
Jón Sveinsson við heimasmíðuð gervitunglastaðsetningartæki á Tungnaárjökli vorið 1980.
Ljósm. Bryndís Brandsdóttir.
Við fráfall Jóns Sveinssonar rafmagnstæknifræðings,
vil ég minnast framlags hans til jöklarannsókna. Jón
kom til starfa við könnun á landslagi undir jökl-
um landsins undir lok 8. áratugarins þegar Þorbirni
Sigurgeirssyni, forstöðumanni eðlisfræðistofu Raun-
vísindastofnunar, þótti rétt að ég fengi til samstarfs
um íssjármælingar bestu tæknimenn sína, þá Martein
Sverrisson og Jón Sveinsson. Marteinn og Ævar Jó-
hannesson unnu að frumsmíði tækisins en Jón bjó
þannig um hvern hlut að tækin stóðust áföll og veður
í jöklaferðum. Með framlagi þeirra allra sóttist verkið
vel. Jón vann með mér að þessum jöklarannsóknum á
annan áratug og réð hlutur hans úrslitum um árangur.
Það vita allir sem standa að leiðöngrum til könnun-
ar á hálendi og jöklum að þeir takast ekki nema með
séu harðduglegir og úrræðagóðir menn, sem gera við
mæli- og farartæki, gefast aldrei upp og vinna vikum
saman við erfiðar aðstæður. Saman unnum við Jón að
könnun á landslagi undir Tungnaárjökli (1980), Eyja-
bakkajökli (1981), Köldukvíslarjökli (1982), Hofs-
jökli (1983), Bárðarbungu (1985), Brúarjökli (1988),
Dyngjujökli (1989) auk fjölmargra ferða til Gríms-
vatna. Með eldmóði ogmetnaði endurbætti hann stöð-
ugt tæki svo að auka mætti afköst. Hann kom fyrst-
ur loran-tækjum í vélsleða svo að skrá mætti samfellt
legu mælilína. Saman lærðum við að draga íssjána
á tveimur vélsleðum sem Eggert V. Briem gaf okk-
ur. Þann dag settum við met sem mig minnir að hafi
98 JÖKULL No. 57