Jökull - 01.12.2007, Side 104
Ekki man eg lengur gerla hvernig við kynntumst,
en það kom nokkuð fljótt, eins og eðlilegt var þar sem
við kenndum við sama skóla og borðuðum á sama
stað, á gamla Hótel Goðafossi þar sem þú bjóst líka,
í suðausturhorninu uppi á lofti. Eg kom til Akureyrar
öllum ókunnugur og einhvern veginn komst eg fyrst í
kynni við þig og Vernharð Þorsteinsson, enda vorum
við allir þrír í fæði á Hótel Goðafossi. Það leið ekki
langur tími þangað til eg var farinn að koma upp á her-
bergi með þér eftir kvöldmatinn og sitja góða stund og
spjalla, ellegar við fórum í kvöldgöngu saman. Þessar
göngur voru stundum langar, suður um fjöru, ellegar
norður að Glerá, stundum líka vestur á bóginn, upp
að Lundi og yfir Glerá á brúnni þar. Stundum sát-
um við allir þrír á herberginu hjá þér og spjölluðum
saman eftir kvöldmatinn. Eg hafði líka gaman af að
heimsækja Vernharð í litlu piparsveinaíbúðina hans á
Eyrarlandsvegi. Mér þótti furðulegt að hitta svo fjöl-
menntaðan og lífsreyndan mann á þessum stað, mann
sem hafði verið blaðamaður erlendis, búið í Höfn, Par-
ís og Osló, og fékk enn send norsk blöð. Já, Vernharð-
ur var notalegur maður og gaman að rabba við hann.
Svo bjó hann til þetta góða kaffi. Stundum sat eg hjá
honum og leiðrétti fyrir hann danska stíla, hann var
fyrir löngu búinn að fá nóg af stílaleiðréttingum, en
eg hafði bara gaman af að grípa í þetta.
Eg hafði aldrei stigið á skíði þegar eg kom til Ak-
ureyrar 1936, og hef reyndar lítið gert að því eftir að
eg fluttist hingað suður aftur. Þegar maður hefur lifað
við þann lúxus að stíga á skíðin heima við útidyrnar
hjá sér og koma á þeim alla leið heim aftur og geta
farið beint í bað að því loknu, á maður erfitt með að
sætta sig við að þurfa að binda bílferð við þetta, þurfa
að fara í bíl upp í skíðalandið og setjast svo í hann
að göngu lokinni, heitur og sveittur, og skrölta áleiðis
heim.
Eg hef sjálfsagt ekki verið burðugur fyrst í stað,
og reyndar aldrei mikill skíðamaður, en tileinkaði mér
fljótt þá göngu og rennslistækni sem þurfti til að geta
fylgt ykkur í gönguferðum um fjöll og dali í nágrenni
Akureyrar. Þær ferðir urðu margar, eg hef aldrei á æv-
inni verið jafnmikið í fjallaferðum og þessa vetur. Þar
vorum við oftast þrír: þú, eg og Stefán Gunnbjörn þús-
undþjalasmiður, sem var ráðsmaður skólans þessi ár.
Við vorum nærri óaðskiljanlegir, það kom sjald-
an fyrir að einn okkar færi í lengri ferðir án þess að
hinir væru með. Þó man eg eitt tilvik af því tagi. Þú
fórst með Ferðafélagi Akureyrar yfir Vindheimajökul
en við þóttumst ekki mega vera að því. Þó gátum við
ekki stillt okkur um að ganga upp í Útgarð, Mennta-
skólaskálann inni á Glerárdal og renna okkur þar dá-
lítið. Svo sáum við til mannaferða uppi í hlíðunum,
það var ferðafélagshópurinn og var litlu síðar kominn
í hlað. Þér var eitthvað brugðið og þú hreyfðir þig
stirðlega en varst heldur sagnafár um orsökina. Við
fengum hana að nokkru leyti frá ferðafélögum þínum
og síðar frá þér, þegar þú þurftir að sitja heima næstu
daga, sakir meiðsla. Þú hafðir ekki stillt þig um að
bæta einni nípunni við, skilið við hópinn og gengið á
hana einn, en skrikað fótur á niðurleið og runnið all
langa leið á hörðu hjarni innan um stórgrýti, og mikil
mildi að þú skildir ekki stórslasast. Eitthvað vorum
við að stríða þér á því að þú mættir ekki leggja upp í
svona ferðir barnfóstrulaus og þá fæddist vísan góða:
Trausti hrapar, húmar að
hinsta skapadegi.
Kuldinn napur andar að
angurgapa vegi.
Fæðing vísunnar gekk hægt, eg er ekki mikill
hagyrðingur, og mig minnir að Vernharður hjálpaði til
við botninn.
Við fórum margar skemmtilegar ferðir saman.
Fyrir okkur Gunnbjörn var útivistin og hreyfingin allt
sem máli skipti, en þú hafðir jafnan einhvern jarð-
fræðilegan bakþanka, ætlaðir að skoða einhver jarðlög
í leiðinni og þannig varð svolítið vísindalegt bragð að
mörgum þessum ferðum.
Eg man það glöggt þegar við gengum á Vind-
heimajökul síðdegis. Við þurftum hvorugur að kenna
eftir hádegið (þá var kennt 8–12 og 13:15–15) og
Gunnbjörn hefur getað tekið sér frí líka. Nema hvað,
við lögðum af stað gangandi frá Akureyri eftir hádegi,
léttir á brún, vorum aðeins með einn bakpoka með
myndavél og einhverjum tækjum öðrum. Við héld-
um eins og leið liggur, leiðin frá Akureyri er fyrst
nærri lárétt, lítið eitt aflíðandi, síðan eykst hæðin jafnt
og þétt. Við fórum upp Hlíðarskál í mörgum sveigj-
um og gekk ferðin vel. Síðan vorum við langa stund
uppi á Vindheimajökli, gengum ýmsar bungur, m.a. þá
102 JÖKULL No. 57