Jökull


Jökull - 01.12.2007, Síða 107

Jökull - 01.12.2007, Síða 107
Bréf Guðmundar Arnlaugssonar til Trausta Einarssonar líka boðið. Þarna sátum við í ágætu yfirlæti lengi kvölds, hressir og glaðir og höfðum um margt að spjalla. Og þarna var það sem Ólafur kom okkur á óvart. Eg þarf ekki að minna þig á hvílíkur merk- ismaður Ólafur var á margan hátt. Hann hefur ritað merkisrit um íslenska náttúrufræði, grundvallarrit sem oft er vitnað til, en hann hafði líka gaman af að yrkja, bæði í bundnu máli og óbundnu. Og í þetta sinn kom hann okkur á óvart með rímu sem hann var búinn að yrkja um ferðina. Ríman var í hefðbundnum stíl, hófst á mansöng, en því næst kom kynning á söguhetjunum, þá ferðasagan sjálf og að lokum var baugagná kvödd aftur með mansöng. Öll var ríman dýrt kveðin og margt í henni skemmtilegt, aðminnsta kost fyrir okkur sem förina höfðum farið. Það var meira að segja búið að fjölfalda rímuna og við fengum sitt eintakið hvor, með sérstakri tileinkun sem var sléttubandavísa. Eg á rímuna sennilega enn, einhversstaðar í fórum mínum, þótt ekki hafi eg rekist á hana lengi. Og ekki man eg mikið úr henni nú, aðeins örfá óljós slitur – og er jafn- vel búinn að gleyma sléttubandavísunni sem eg hlaut í tileinkun og nafn mitt var falið í með hugvitsamlegum hætti. Ætli það hafi ekki verið vorið eftir, einn sólbjart- an sunnudagsmorgun í maí að við vorum allir fjór- ir á leiðinni í fjallgöngu. Ferðinni var heitið á hæsta tind Norðurlands, fjall sem liggur skammt fyrir sunn- an Akureyri, en er svo hæverskt að það felur sig á bak við Súlur svo að hægt er að lifa heilan mannsaldur á Akureyri án þess að hafa hugmynd um að það er til. Þetta er Kerling 1537 m há, en bóndi hennar stend- ur nokkru norðar og er mun lægri. Reyndar eru fleiri hnúkar á leiðinni frá Kerlingu til Súlna, en þær blasa við frá Akureyri í allri sinni dýrð. Við vorum reyndar ekki nema þrír þegar við lögð- um af stað í ferðina. Stefán Gunnbjörn, þú og eg. Þessi ferð hafði verið lengi á dagskrá hjá okkur og nú var veður til að ganga. Á leiðinni suður Akureyri fór Gunnbjörn að segja okkur frá skemmtilegri göngu sem hann hafði gengið með Ólafi í Gróðrarstöðinni. Okkur datt þá í hug að koma við í Gróðrarstöðinni og bjóða Ólafi með. Hann lét ekki ganga á eftir sér held- ur bjóst til ferðar í skyndi og gleypti í sig einhvern mat meðan konan smurði handa honum nesti. Eg hef sjaldan vitað mann jafn fljótan að ferðbúast. Síðan var ekið suður Eyjafjörð, inn á móts við Grund, en þar yfirgáfum við leigubílinn og héldum upp brekkurnar. Það var áreiðanlega komið langt fram í maí og enginn snjór í suðurhlíð fjallsins, nema efst. Við bárum skíð- in upp brekkurnar hverja af annarri, sólin skein í heiði Ólafur, Guðmundur, Trausti og Gunnbjörn á leið á Kerlingu. – Ólafur Jónsson, Guðmundur Arnlaugsson, Trausti Einarsson and Stefán Gunnbjörn Egilsson climbing Kerling by Eyjafjörður. JÖKULL No. 57 105
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Jökull

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.