Jökull - 01.12.2007, Qupperneq 108
Ólafur, Guðmundur, Trausti og Gunnbjörn á leið á Kerlingu. – Ólafur Jónsson, Guðmundur Arnlaugsson,
Trausti Einarsson and Stefán Gunnbjörn Egilsson.
og manni varð heitt af göngunni, fleiri og fleiri flík-
ur fóru sína leið í bakpokann. Þegar við komum loks
upp í snjó, þar sem átti að nota skíðin, var aðeins ein
brekka eftir, en hún var bæði löng og brött, og snjórinn
harður í henni, svo að erfitt var að koma skíðum við.
Mig minnir að við þyrftum að höggva spor í snjóinn á
köflum.
Svo þegar upp var komið blasti við okkur stór-
fenglegt útsýni. Fjallið er slétt að ofan og þaðan horfir
maður niður á nálæg fjöll og fell. Andsvalt norðurkul-
ið tók á móti okkur þegar við komum upp á brúnina,
svo að ekki var um annað að ræða en að klæða sig hlý-
lega aftur. Við spókuðum okkur þarna uppi um stund,
borðuðum nestisbita í skjóli vörðu og fórum síðan að
huga að niðurgöngu. Ætlun okkar var að halda norður
af fjallinu, niður Bónda, Krummana og Súlur, bein-
ustu leið til Akureyrar. Fyrsti hluti þessarar leiðar var
ekki jafnárennilegur og sú leið sem við höfðum kom-
ið að sunnan, því að skafrenningur var efst í brekk-
unum upp hlíðina og móti okkur, svo að erfitt var að
átta sig á hversu bratt myndi vera. Við lögðum samt í
þetta og fórum varlega, misstum sjónar hver á öðrum
í skafrenningnum, en við brekkufótinn kom í ljós að
enginn hafði týnst. Þá vorum við aftur komnir í sól-
skin og sólskinið fylgdi okkur það sem eftir var ferð-
arinnar. Nú var öll leið niður í móti og þessi hluti
ferðarinnar er einhver þægilegasta skíðaferð sem eg
man eftir. Snjóbreiðan var víðáttumikil og auðvelt að
velja sér leið þannig að hallinn væri við hæfi, og þá
var hægt að láta sig renna áfram fyrirhafnarlaust og á
mátulegri ferð. Oft höfðum við verið að príla í Súlum,
en þó var óvenjulegt að koma að þeim úr þessari átt:
að sunnan og að ofan. Eftir að komið var á Súlumýr-
ar fór að minnka um snjó, en þó var auðvelt að finna
skíðaleiðmeð því að fylgja dældum og lækjardrögum
þar sem enn var snjór. Við gátum gengið á skíðunum
alveg niður undir byggð á Akureyri. Það voru heit-
ir og mjúkir og þægilega þreyttir menn sem komu til
Akureyrar þennan fagra sunnudag, ánægðir og glaðir
vegna ferðar sem hafði farið fram úr fremstu vonum.
Jæja, gamli góði vinur, svona gæti eg haldið
áfram, en þetta er nú þegar orðið langt mál og ein-
hversstaðar verður að hætta. Þótt seint sé, vil eg að
leiðarlokum þakka þér samfylgdina, og kann það ekki
betur en með orðum Stefáns G.:
Þá yngist hver vinsemd og velgerð á ný,
þá rekst upp hver þökk sem við gleymdum.
Vertu svo kært kvaddur,
þinn vinur, Guðmundur Arnlaugsson
106 JÖKULL No. 57