Jökull - 01.12.2007, Side 118
Society report
Vorferð Jöklarannsóknafélags Íslands, 2.–11. júní 2007
Magnús Tumi Guðmundsson
Jarðvísindastofnun Háskólans, Öskju, Sturlugötu 7, 101 Reykjavík; mtg@raunvis.hi.is
INNGANGUR
Skipulag vorferðar var um flest með hefðbundnu
sniði. Farið var í Jökulheima á föstudagskvöldi, upp
Tungnaárjökul á laugardegi og komið á Grímsfjall
undir kvöld. Þar hélt hópurinn til fram á föstudag
en þá var farin sama leið til baka eftir ágæta ferð þar
sem færi gafst til að vinna að mörgum og fjölbreyti-
legum verkefnum. Fararstjóri vorferðar var sá er þetta
ritar og skipulag og umsjón með matarbirgðum hafði
Sjöfn Sigsteinsdóttir með höndum. Viðamesta verk-
efnið að þessu sinni var borun í Eystri Skaftárketil en
sá hópur sem þangað fór var reyndar sjálfstæður um
flest þó hóparnir hjálpuðust að við að koma bor og
öðrum þungaflutningi upp í ketilinn. Þangað var flutt
meiðhýsi Landsvirkjunar, skrifstofugámur sem settur
hafði verið á gámafleti það sem félagið eignaðist fyrir
flutning Esjufjallahússins vorið 2002, verulegt magn
eldsneytis, heitavatnsbor og vistir fyrir borhópinn.
RANNSÓKNIR
Undanfarin ár hefur veður oft verið með ágætum í
vorferðum. Nú var tíðin risjótt, einkum framan af
og ekki vinnuveður sunnudaginn 3. júní. Af þessum
sökum gafst ekki færi á að bera viðarvörn á húsin á
Grímsfjalli. Ekki var heldur ekki hægt að sinna neinu
þeirra verka sem til stóð að vinna á suðurhluta jök-
ulsins s.s. eins og athugun á skeri í miðjum Skeið-
arárjökli, leit að stað fyrir nýjan GPS landmælinga-
punkt í Esjufjöllum eða íssjármælingum á Öræfajökli.
Þessi viðfangsefni bíða betri tíma. Helstu mælingar
og rannsóknir í vorferðinni voru sem hér segir:
1. Vatnshæð Grímsvatna var mæld að venju, bæði í
lónum við gosstöðvar 1998 og yfirborð íshellunnar.
Vatnshæð reyndist 1380 m y.s. og hefur hækkað um
13 m frá árinu áður. Mikið vantar þó enn upp á að
safnast hafi í umtalsvert Grímsvatnahlaup.
2.Vetrarafkoma var að venjumæld með snjókjarnabor
í Grímsvötnum, á Háubungu, Bárðarbungu og milli
Grímsvatna og Bárðarbungu. Í Grímsvötnum var af-
koma vetrarins um meðallag, 2570 mm að vatnsgildi.
Eldhúsið í nýja skála var stækkað í vinnuferð í lok
maí. Almenn ánægja var með bætta aðstöðu. – A new,
enlarged kitchen had been installed in the main hut at
Grímsvötn a week before the expedition arrived.
3. Borleiðangurinn í Eystri Skaftárketilinn gekk að
óskum. Tekist hafði að vinna bug á þeim tæknilegu
erfiðleikum sem hrjáðu hópinn árið áður í Vestari katl-
inum. Boraðar voru þrjár holur í gegnum ísinn, mörg
sýni tekin af vatninu sem undir er, hiti og þrýstingur
mældur og komið fyrir síritandi skynjurum.
4. Einn fastra liða í vorferðum í 10 ár hafa verið GPS
landmælingar til að fylgjast með jarðskorpuhreyfing-
um, einkum kvikusöfnun undir Grímsvötnum.
116 JÖKULL No. 57, 2007