Jökull


Jökull - 01.12.2007, Síða 118

Jökull - 01.12.2007, Síða 118
Society report Vorferð Jöklarannsóknafélags Íslands, 2.–11. júní 2007 Magnús Tumi Guðmundsson Jarðvísindastofnun Háskólans, Öskju, Sturlugötu 7, 101 Reykjavík; mtg@raunvis.hi.is INNGANGUR Skipulag vorferðar var um flest með hefðbundnu sniði. Farið var í Jökulheima á föstudagskvöldi, upp Tungnaárjökul á laugardegi og komið á Grímsfjall undir kvöld. Þar hélt hópurinn til fram á föstudag en þá var farin sama leið til baka eftir ágæta ferð þar sem færi gafst til að vinna að mörgum og fjölbreyti- legum verkefnum. Fararstjóri vorferðar var sá er þetta ritar og skipulag og umsjón með matarbirgðum hafði Sjöfn Sigsteinsdóttir með höndum. Viðamesta verk- efnið að þessu sinni var borun í Eystri Skaftárketil en sá hópur sem þangað fór var reyndar sjálfstæður um flest þó hóparnir hjálpuðust að við að koma bor og öðrum þungaflutningi upp í ketilinn. Þangað var flutt meiðhýsi Landsvirkjunar, skrifstofugámur sem settur hafði verið á gámafleti það sem félagið eignaðist fyrir flutning Esjufjallahússins vorið 2002, verulegt magn eldsneytis, heitavatnsbor og vistir fyrir borhópinn. RANNSÓKNIR Undanfarin ár hefur veður oft verið með ágætum í vorferðum. Nú var tíðin risjótt, einkum framan af og ekki vinnuveður sunnudaginn 3. júní. Af þessum sökum gafst ekki færi á að bera viðarvörn á húsin á Grímsfjalli. Ekki var heldur ekki hægt að sinna neinu þeirra verka sem til stóð að vinna á suðurhluta jök- ulsins s.s. eins og athugun á skeri í miðjum Skeið- arárjökli, leit að stað fyrir nýjan GPS landmælinga- punkt í Esjufjöllum eða íssjármælingum á Öræfajökli. Þessi viðfangsefni bíða betri tíma. Helstu mælingar og rannsóknir í vorferðinni voru sem hér segir: 1. Vatnshæð Grímsvatna var mæld að venju, bæði í lónum við gosstöðvar 1998 og yfirborð íshellunnar. Vatnshæð reyndist 1380 m y.s. og hefur hækkað um 13 m frá árinu áður. Mikið vantar þó enn upp á að safnast hafi í umtalsvert Grímsvatnahlaup. 2.Vetrarafkoma var að venjumæld með snjókjarnabor í Grímsvötnum, á Háubungu, Bárðarbungu og milli Grímsvatna og Bárðarbungu. Í Grímsvötnum var af- koma vetrarins um meðallag, 2570 mm að vatnsgildi. Eldhúsið í nýja skála var stækkað í vinnuferð í lok maí. Almenn ánægja var með bætta aðstöðu. – A new, enlarged kitchen had been installed in the main hut at Grímsvötn a week before the expedition arrived. 3. Borleiðangurinn í Eystri Skaftárketilinn gekk að óskum. Tekist hafði að vinna bug á þeim tæknilegu erfiðleikum sem hrjáðu hópinn árið áður í Vestari katl- inum. Boraðar voru þrjár holur í gegnum ísinn, mörg sýni tekin af vatninu sem undir er, hiti og þrýstingur mældur og komið fyrir síritandi skynjurum. 4. Einn fastra liða í vorferðum í 10 ár hafa verið GPS landmælingar til að fylgjast með jarðskorpuhreyfing- um, einkum kvikusöfnun undir Grímsvötnum. 116 JÖKULL No. 57, 2007
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Jökull

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.