Jökull


Jökull - 01.12.2007, Page 119

Jökull - 01.12.2007, Page 119
Vorferð Jöklarannsóknafélags íslands 2007 Eins og venjulega voru mælingar gerðar á fast- punktum í Jökulheimum, á Grímsfjalli og Hamrinum. Vegna þrálátrar austanáttar og hvassviðris tóks ekki að setja upp tækin á Hamrinum fyrr en undir lok ferðar. Það kom þó ekki að sök þar sem nokkur hópur var lengur á jöklinum og gat sótt búnaðinn eftir helgina (sjá nánar hér á eftir). Grímsvatnaskálinn hefur staðið af sér öll veður í 50 ár. Fyrstu dagar vorferðar voru æði vetrarlegir. Myndin var tekin að morgni 4. júní. – Wintry conditions at Grímsfjall on June 4th. 5. Kortlagning Grímsvatnasvæðisins með kinematísk- um GPS mælingum fór fram að venju, ekið var um vötnin á vélsleðum eftir mælilínuneti og sérstaklega umhverfis gosstöðvarnar frá 2004. Samskonar mæl- ingar voru gerðar í Gjálp og við Skaftárkatla. Með þessum mælingum eru kannaðar breytingar vegna jarðhita og ísflæðis. 6.Haldið var áfram rannsóknum á lagskiptingu gjósk- unnar úr gosinu 2004. Að þeim vann Tanya Jude- Eton, breskur doktorsnemi við Edinborgarháskóla en verkefni hennar er að skoða sem nákvæmast hegðun gossins og skiptingu þess í einstaka gosfasa. 7. Hópurinn fór í Kverkfjöll eins og oft hefur verið gert undanfarin ár. Ferðin er liður í því að fylgjast með þróun jarðhita og jökullóna í Kverkfjöllum. Vatns- borð bæði Gengissigs og lóns í Efri Hveradal voru mæld og hverir ljósmyndaðir. Lónið í Hveradal hefur nú myndast á ný. Það hvarf 1998 og eftir stóð leirbotn í suðurhluta dalsins. Sumarið 2006 bárust fregnir um að vatn væri farið að safnast aftur fyrir. Nú hafði vatn- borð náð svipaðri hæð og oft var fyrir 1998. Ástæður þessara breytinga eru ókunnar. 8. Gerðar voru þyngdarmælingar á Grímsfjalli. Vís- bendingar eru um að breytingar verið á hlutfalli gufu og jarðhitavatns í jarðhitasvæðinu samfara eldgosum en það hefur áhrif á þyngdarsviðið. Mælingarnar nú eru liður í því að kanna þessar breytingar og er það gert með því að bera saman mismun á styrk þyngdar- sviðsins á Grímsfjalli, í Jökulheimum og á Haldi við Tungnaá. 9. Sett var upp sjálfvirk veðurstöð á Bárðarbungu eins og undanfarin ár. Þessar veðurmælingar eru liður í rannsóknum á tengslum veðurfars og afkomu jökuls- ins. 10. Viðhald gufurafstöðva á Grímsfjalli fór fram í lok vorferðar. Árni Kjartansson kannar gosstöðvarnar frá 2004. – At the 2004 eruption site. Í tilefni af 50 ára afmæli Grímsvatnaskála var ákveðið að efna til stuttrar afmælisferðar í lok vorferð- ar. Í ferðinni tóku þátt nokkrir þeirra sem byggðu hús- ið og voru í forystu í ferðum félagsins á sjötta ára- tugnum og lengi síðan. Þetta voru Árni Kjartansson, Hulda Filippusdóttir, Haukur Hafliðason, Ingibjörg Árnadóttir, Halldór Ólafsson, Ólafur Nielsen, Stefán Bjarnason og Auður Ólafsdóttir. Þeim til fylgdar voru Anna Líndal, Eiríkur Lárusson, Jón Kjartans- son, Jósef Hólmjárn, Magnús Tumi Guðmundsson, Magnús Hallgrímsson og Tanya Jude-Eton. Boðsgest- irnir komu í Jökulheima á föstudeginum 8. júní en morguninn eftir fórum við á þremur bílum um Gríms- vötn á Grímsfjall í frábæru veðri með viðkomu á gos- stöðvunum frá 2004. Daginn eftir var veður síðra en eftir hádegið gaf þó til ferðar á Hamarinn og þangað sótt GPS landmælingatæki. Ámánudegi 11. júní héld- JÖKULL No. 57, 2007 117
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Jökull

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.