Jökull - 01.01.2015, Page 89
Society report
Skaftá, áhrif hennar í byggð
Snorri Zóphóníasson
Veðurstofu Íslands, Bústaðavegi 7–9, 108 Reykjavík, snorriz@vedur.is
Víða á Íslandi skapar aurburður í jökulám vanda því
að eðli þeirra er að bera undir sig möl og sand og
flæmast þær þannig æ ofan í æ úr farvegi sínum. Þar
sem bratti í farvegi minnkar til muna myndast með
tímanum regluleg aurkeila. Þetta gerist hraðar eftir
því sem aurburður er meiri.
„Við lok síðasta jökulskeiðs og fyrst þar á eftir,
byggðist upp jökulsandur, keila, með toppinn uppi við
Skaftárgljúfur og náði til sjávar. Um það svæði kvísl-
aðist Skaftá öldum saman og sandurinn hækkaði.“
Þessi orð Jóns Jónssonar eiga við núverandi ástand.
Hann hefði getað sleppt „og fyrst þar á eftir“ vegna
þess að Skaftá er enn mikilvirk við að hlaða upp þessa
aurkeilu. Nokkur hraun þar á meðal Eldgjárhraun og
Skaftáreldahraun hafa runnið inn á hana en framburð-
ur árinnar jarðar þau. Hið eina sem getur komið í veg
fyrir óbreytt framhald þessarar sögu er að jökullinn
hverfi en því er spáð að hann verði horfinn innan 200
ára. Á jarðsögulegum tímaskala er æviskeið mannsins
ákaflega stutt. Menn skynja gjarnan umhverfi sitt sem
frágengna veröld af hendi skaparans og miða við að
þannig verði hún áfram. Breytingar verða alls staðar á
náttúrunni með tímanum en í Skaftárhreppi gerast þær
einstaklega hratt.
Svo langt hlé getur orðið á því að jökulá renni um
hluta aurkeilu sinnar að þar grói land upp og byggist.
Þegar jökuláin mætir aftur er litið á það sem náttúru-
spjöll og snúist til varnar með jarðýtum.
Þegar Skaftáreldahraunið rann hafði það gríðar-
lega neikvæð áhrif á búsetu. Þegar tíminn leið mynd-
aðist þarna fögur náttúra, að mörgu leyti gjöful mann-
inum. Skaftáreldahraunið skrýddist gróðri og undan
Vatn úr Skaftárhlaupi 2015 nær fram að Skaftáreldahrauninu við Dyngjur. Landbrotshraunið víða undir aurugu vatni. – The
2015 Skaftá jökulhlaup by the Landbrot lava field. Ljósm./Photo. Snorri Zóphóníasson.
JÖKULL No. 65, 2015 89