Jökull - 01.01.2015, Side 91
Data report
Jöklabreytingar 1930–1970, 1970–1995,
1995–2013 og 2013–2014
Bergur Einarsson og Oddur Sigurðsson
Veðurstofu Íslands, Bústaðavegi 9, 108 Reykjavík; bergur@vedur.is
YFIRLIT — Upplýsingar bárust frá 41 sporðamælistað haustið 2014. Hop mælist á 31 stað en Kötlujökull
stendur í stað. Kvíárjökull gengur fram og Svínafellsjökull gengur fram um 2 m á öðrum af tveimur mælistöðum.
Á fjórum stöðum kom snjór við jökulsporðinn í veg fyrir nákvæma mælingu. Að tveimur sporðum varð ekki
komist vegna gasmengunar og lokana tengdum eldsumbrotunum í Holuhrauni. Við Heinabergsjökul, Geitakinn,
torveldaði lón framan við jökulsporðinn mælingu en þó er ljóst að sporðurinn gengur þar fram.
ATHUGASEMDIR OG VIÐAUKAR
Undanfarin ár hafa myndast jaðarlón framan við all-
nokkra jökulsporða. Lónin myndast þegar jökulsporð-
arnir hopa inn eftir dældum sem þeir hafa grafið.
Þessi lón geta haft töluverð áhrif á stöðu sporðsins.
Sporðurinn getur brotnað upp í slíku lóni og hop auk-
ist mikið líkt og í Jökulsárlóni á Breiðamerkursandi.
Sporðurinn getur líka farið hálfpartinn á flot og teygt
sig fram sem frekar flöt jökultunga fram yfir jaðar-
lón líkt og við Hoffellsjökul sem dæmi. Framgangur
við Svínafellsjökul, Kvíárjökul og Heinabergsjökul er
hugsanlega tilkominn af þessum orsökum.
Snæfellsjökull
Hyrningsjökull – Hop misritaðist í seinustu skýrslu
fyrir jöklabreytingar 2012–2013. Hop mældist 6 m en
misritaðist 16 m.
Drangajökull
Kaldalónsjökull – Snjór kom í veg fyrir mælingu að
ís við sporð Kaldalónsjökuls en mikill snjór var við
norðanvert Ísafjarðardjúp veturinn 2013 til 2014. Í
pistli Indriða Aðalsteinssonar á Skjaldfönn í nóvem-
ber 2014 segir:
„Tíðarfar frá skýrsluskrifum 11. nóv. 2013 og
fram til Þorláksmessu var ágætt. Þá brá til fádæma NA
bleytuhríða sem stóðu fram að þrettándanum og setti
niður mikinn snjó hér í brúnir en klakabrynju á lág-
lendi. Veðráttan jan. febr. skapleg og frostalítil, bætti
þá jafnt og þétt á snjódýpt. Erfitt með samgöngur og
dýrt að moka hingað. Í mars bætti mikið á snjó og fer
að nálgast Súðavíkurveturinn 1995.“
Þessi miklu snjóalög ásamt veðurfarsaðstæðum
urðu svo til vandræða um sumarið en eins og segir:
„Hamfaraflóð varð í Selá dagana 3.–5. júlí. Stór-
tjón varð á varnargörðum, vegum og túnum sem jökul-
vatnið, þykkt af sandi og leir flæddi yfir og sauðmein-
lausar þverársprænur köstuðu af sér símastaurabrúm
sem eldspýtur væru. Allt lagðist á eitt til að valda
þessum ósköpum, óvenjumikið flatarmáls snjós, mik-
il hlýindi, gríðarleg úrkoma og hvassviðri sem stóð
í 21/2 sólarhring. Engar heimildir eru til eða um-
merki slíkra vatnavaxta áður hér í dalnum og sé mið-
að við árfarvegsbreytingar Selár og grjótframburðar-
hauga við brekkurætur sumra þveránna, er hér um að
ræða ódæmi sem varla eiga sína líka síðan land byggð-
ist. ... Heyfengur var ágætur, dilkar vænir, vel 21 kg
að meðaltali. Nóg var af kræki- og bláberjum en að-
albláber döpur og vandhitt á þau. Músagengd mjög
lítil fyrst í haust en færist nú mjög í aukana. Fuglalíf í
góðu horfi, nema rjúpa sem sést varla, enda rölta tófur
hér um hlöð, virðast hvað hegðun snertir, vera upp-
runnar á Hornströndum, alls óhræddar við menn og
nærri hægt að reka í þær byssuhlaupið. Bitmý er vax-
JÖKULL No. 65, 2015 91