Jökull


Jökull - 01.01.2015, Side 91

Jökull - 01.01.2015, Side 91
Data report Jöklabreytingar 1930–1970, 1970–1995, 1995–2013 og 2013–2014 Bergur Einarsson og Oddur Sigurðsson Veðurstofu Íslands, Bústaðavegi 9, 108 Reykjavík; bergur@vedur.is YFIRLIT — Upplýsingar bárust frá 41 sporðamælistað haustið 2014. Hop mælist á 31 stað en Kötlujökull stendur í stað. Kvíárjökull gengur fram og Svínafellsjökull gengur fram um 2 m á öðrum af tveimur mælistöðum. Á fjórum stöðum kom snjór við jökulsporðinn í veg fyrir nákvæma mælingu. Að tveimur sporðum varð ekki komist vegna gasmengunar og lokana tengdum eldsumbrotunum í Holuhrauni. Við Heinabergsjökul, Geitakinn, torveldaði lón framan við jökulsporðinn mælingu en þó er ljóst að sporðurinn gengur þar fram. ATHUGASEMDIR OG VIÐAUKAR Undanfarin ár hafa myndast jaðarlón framan við all- nokkra jökulsporða. Lónin myndast þegar jökulsporð- arnir hopa inn eftir dældum sem þeir hafa grafið. Þessi lón geta haft töluverð áhrif á stöðu sporðsins. Sporðurinn getur brotnað upp í slíku lóni og hop auk- ist mikið líkt og í Jökulsárlóni á Breiðamerkursandi. Sporðurinn getur líka farið hálfpartinn á flot og teygt sig fram sem frekar flöt jökultunga fram yfir jaðar- lón líkt og við Hoffellsjökul sem dæmi. Framgangur við Svínafellsjökul, Kvíárjökul og Heinabergsjökul er hugsanlega tilkominn af þessum orsökum. Snæfellsjökull Hyrningsjökull – Hop misritaðist í seinustu skýrslu fyrir jöklabreytingar 2012–2013. Hop mældist 6 m en misritaðist 16 m. Drangajökull Kaldalónsjökull – Snjór kom í veg fyrir mælingu að ís við sporð Kaldalónsjökuls en mikill snjór var við norðanvert Ísafjarðardjúp veturinn 2013 til 2014. Í pistli Indriða Aðalsteinssonar á Skjaldfönn í nóvem- ber 2014 segir: „Tíðarfar frá skýrsluskrifum 11. nóv. 2013 og fram til Þorláksmessu var ágætt. Þá brá til fádæma NA bleytuhríða sem stóðu fram að þrettándanum og setti niður mikinn snjó hér í brúnir en klakabrynju á lág- lendi. Veðráttan jan. febr. skapleg og frostalítil, bætti þá jafnt og þétt á snjódýpt. Erfitt með samgöngur og dýrt að moka hingað. Í mars bætti mikið á snjó og fer að nálgast Súðavíkurveturinn 1995.“ Þessi miklu snjóalög ásamt veðurfarsaðstæðum urðu svo til vandræða um sumarið en eins og segir: „Hamfaraflóð varð í Selá dagana 3.–5. júlí. Stór- tjón varð á varnargörðum, vegum og túnum sem jökul- vatnið, þykkt af sandi og leir flæddi yfir og sauðmein- lausar þverársprænur köstuðu af sér símastaurabrúm sem eldspýtur væru. Allt lagðist á eitt til að valda þessum ósköpum, óvenjumikið flatarmáls snjós, mik- il hlýindi, gríðarleg úrkoma og hvassviðri sem stóð í 21/2 sólarhring. Engar heimildir eru til eða um- merki slíkra vatnavaxta áður hér í dalnum og sé mið- að við árfarvegsbreytingar Selár og grjótframburðar- hauga við brekkurætur sumra þveránna, er hér um að ræða ódæmi sem varla eiga sína líka síðan land byggð- ist. ... Heyfengur var ágætur, dilkar vænir, vel 21 kg að meðaltali. Nóg var af kræki- og bláberjum en að- albláber döpur og vandhitt á þau. Músagengd mjög lítil fyrst í haust en færist nú mjög í aukana. Fuglalíf í góðu horfi, nema rjúpa sem sést varla, enda rölta tófur hér um hlöð, virðast hvað hegðun snertir, vera upp- runnar á Hornströndum, alls óhræddar við menn og nærri hægt að reka í þær byssuhlaupið. Bitmý er vax- JÖKULL No. 65, 2015 91
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Jökull

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.