Jökull

Ataaseq assigiiaat ilaat

Jökull - 01.01.2015, Qupperneq 94

Jökull - 01.01.2015, Qupperneq 94
Bergur Einarsson og Oddur Sigurðsson mælilínum. Sporðamælingar eru mikilvægur vísir um ástand umhverfisins og mikilvægt að vera með sem samfelldastar og langar tímaraðir. Fyrir mælilínur þar sem staðsetning viðmiðunar- merkja er vel þekkt út frá mælingum með GPS tæki, líkt og er við Kvíárjökul og Fjallsjökul við Gamlasel, er mögulegt að meta breytingu á stöðu sporðsins frá fyrra ári. Óvissan í slíku mati er töluvert meiri held- ur en þegar mælt er beint á milli viðmiðunarmerkis og jökulsporðs. Upplausn í gervihnattamyndum sem notast var við er 15 m, auk þess er óvissa upp á nokkra metra í GPS staðsetningum á viðmiðunarmerkjum og í GPS mælingunni á Fjallsjökli. Það er því viðbúið að matið sé ekki nákvæmt nema upp á metra tuginn. Við aðra mælistaði er erfitt að meta breytingar með ein- hverri vissu fyrr en búið verður að mæla nákvæmlega staðsetningu viðmiðunarmerkja. Það er þó mögulegt að segja til um hvort að jökulinn hafi gengið fram eða hopað á milli 2013 og 2014 á þeim mælistöðum því sambærileg gögn af gervihnattamyndum og úr GPS mælingum á jaðri jöklanna eru til frá 2013. Vatnajökull Auk stöðu sporða í austanverðum Öræfajökli hnitaði Snævarr Guðmundsson einnig sporð Breiðamerkur- jökuls, Skálafellsjökuls, Viðborðsjökuls og Hoffells- jökuls af Landsat gervihnattamyndum. Nákvæm stað- setning merkja framan við Breiðamerkurjökul við Fellsfjall og Skálafellsjökul er tiltæk og því er hægt að meta hop þar líkt og fyrir Kvíárjökul og Fjallsjökul. Brókarjökull – Ekki var komist til mælinga á sporðin- um vegna gasmengunar frá eldsumbrotunum í Holu- hrauni. Heinabergsjökull – Farið var tvisvar að mælistaðnum við Geitakinn haustið 2014 en aðstæður til mælinga voru erfiðar í bæði skiptin. Mæla þarf langa vega- lengd yfir lón með þríhyrningamælingum og fjarlægð- armæli. Mjög mismunandi niðurstöður komu út úr mælingunum í hvorri ferð. Samkvæmt skýrslum Hjör- dísar Skírnisdóttur var þoka og súld í bæði skiptin og olli það vandræðum við hornamælingar og fjarlægð- armælingar. Báðar mælingarnar gefa til kynna fram- gang upp á nokkur hundruð metra en vegna mismun- andi niðurstaðna er nákvæm tala ekki tiltæk. Hjördís getur þess einnig að það gæti verið möguleiki að jök- uljaðarinn sem mælt var að sé stykki sem hafi losnað frá jöklinum sjálfum. Mælingin væri þá í raun aðeins að ísjaka á floti í lóninu og gæfi ekki rétta mynd af stöðu sporðsins. Fláajökull – Mælilína við jöklamerki 150 og 151 er ekki vel staðsett miðað við núverandi stöðu sporðs- ins og ekki hefur verið mælt á henni síðan árið 2000. Henni er því sleppt úr töflu að þessu sinni en tölur frá fyrri árum má finna í fyrri skýrslum í Jökli um jökla- breytingar. Bergur Pálsson hefur undanfarin ár mælt á tveimur eldri mælilínum frá jöklamerkjum 148 og 149 og jöklamerkjum 152 og 153. Gögn frá eystri lín- unni eru með í fyrri jöklabreytinga töflum en gögn frá vestari línunni koma nú ný inn í töfluna. Samkvæmt skýrslu Bergs er jökullinn við báða mælistaði minna úfinn og lægri að sjá en áður. Rjúpnabrekkujökull – Ekki varð komist að Rjúpna- brekkujökli til mælinga haustið 2014 því svæðið norð- an Vatnajökuls var lokað vegna eldsumbrotanna í Holuhrauni. Glacier variations 1930–1970, 1970–1995, 1995– 2012 and 2012–2013 The Iceland Glaciological Society received reports on glacier variations at 41 sites along glacier margins. During the fall of 2014, snow at the glacier snout or gas pollution from the volcanic eruption in Holuhraun prevented measurements at six locations. Glacier re- treat was observed at 31 survey sites. Kötlujökull was stationary whereas Kvíárjökull advanced. Svínafells- jökull advanced at one of two measurement locations. Heinabergsjökull has advanced by Geitakinn but a proglacial lake prevented an exact measurement at that location. 94 JÖKULL No. 65, 2015
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Jökull

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.