Jökull


Jökull - 01.01.2015, Síða 104

Jökull - 01.01.2015, Síða 104
Halldór Ólafsson fram eftir kvöldi. Áfangastaður hópsins þennan dag var skólahúsið við Hof þar sem hann fékk gistingu. Stytt hafði upp um nóttina en himinn alskýjaður og enn var hægviðri. Risið var úr rekkju kl. 07:30 og eftir morgunverð gekk allur hópurinn upp í Bæjargil sunnan undir Hofsfjalli til að skoða það og berglögin, sem rísa þar hvert upp af öðru. Búist var til ferðar að nýju kl. 11 og ekið að Hofsnesi þar sem fengnar voru leiðbeiningar til að keyra leirurnar út í Ingólfshöfða. Það reyndist auðvelt, því leiðin um leirurnar var vel stikuð. Út í Ingólfshöfða er fjölbreytt fuglalíf og var það skoðað og myndað í bak og fyrir. Þótti útlending- unum prófasturinn tilkomumikill enda var hann mest filmaður. Eftir drjúga dvöl í Ingólfshöfða var haldið rakleitt til Kvískerja, austasta bæjarins í Öræfum, og var ætl- unin að hafa tal af þeim margfróðu Kvískerjabræðr- um. Því miður var enginn bræðranna heima en feng- ið var leyfi hjá systrum þeirra til að skoða hið fallega bæjargil. Eftir stutta dvöl þarna var farið rakleitt aust- ur að Hoffelli þar sem grófdílótt gabbró í námunni við Geitafell var skoðað. Að því loknu var ekið til Hafnar í Hornafirði og komið þangað kl. 20. Á Hótel Höfn beið hópsins kvöldmatur og að honum étnum var sest stutta stund við barinn áður en gengið var til náða í nýja gagnfræðaskóla staðarins. Næsta dag, fimmtudaginn 20. júní, var snædd- ur árbítur á Hótel Höfn en síðan haldið af stað um Almannaskarð austur í Lón. Áður en lagt var á Lóns- heiði var gerður dálítill stans við Össurá í Lóni, en þar upp með ánni er svolítil koparkísopna sem var skoð- uð. Komið var til Djúpavogs um hádegi og borðað á hótelinu. Um svipað leyti og lagt var af stað frá Djúpavogi tók að hellirigna og streymdi regn úr lofti linnulaust allar götur upp á Hérað. Þegar komið var á móts við Þingmúla í Skriðdal var styrkþegum gerð grein fyrir eldstöðinni fornu sem kennd er við staðinn en ekki var hún skoðuð ítarlega vegna vatnsveðursins. Til Hallormsstaðar var komið um kl. 18:30 og fengin var gisting í svefnpokaplássi Húsmæðraskólans sem rekinn er sem hótel á sumrin. Er hópurinn hafði kom- ið sér fyrir, fékk hann ágætis kvöldverð í mötuneyti skólans. Það sem eftir lifði kvölds notuðu menn til að ræða viðburði dagsins og skrifa í dagbækur sínar. Eftir staðgóðan morgunverð var lagt upp frá Hall- ormsstað kl. 08:30 og haldið til Egilsstaða þar sem keyptur var kostur til ferðarinnar inn í Kverkfjöll. Hjá Olíuverslun Íslands í Fellabæ voru tankar faratækj- anna fylltir bensíni og einnig tveir 20 lítra brúsar til öryggis. Frá Fellabæ var ekið sem leið liggur um Hró- arstungu, Jökuldal og Jökuldalsheiði að Rangalóni, eyðibýlinu við norðurenda Sænautavatns. Þar var sest undir veggjabrot og nesti borðað í góðviðrinu, því komið var sólskin og dúnalogn. Að máltíð lokinni lá leiðin að afleggjaranum til Kverkfjalla sunnan Möðru- dals á Fjöllum. Þótt merkilegt kunni að virðast, var mun þægilegra að keyra fjallaslóðina suður öræfin en holóttan þjóðveginn, því til að byrja með lá leiðin um slétta og auðekna sanda. Þegar komið var yfir brúna á Kreppu sáu þeir Níels og Páll um að taka sýni úr öllum eftir-ísaldarhraunum sem voru á leiðinni í áfangastað. Þessi sýnataka tafði dálítið en við því var ekkert að segja, hún var auðvitað einn aðaltilgangur ferðarinn- ar. Komið var þess vegna ekki fyrr en kl. 20 í Sigurð- arskála í Kverkfjöllum. Sigurðarskáli er stórt og gott hús og er það framtaki þeirra ferðafélagsmanna á Eg- ilsstöðum og Húsavík að þakka. Rúmt var um hópinn í þessum stóra skála því öðrum gestum var ekki til að dreifa þegar sest var að. Farið var snemma í háttinn þar sem veðurspá gerði ráð fyrir áframhaldandi góð- viðri og morgundaginn skyldi þess vegna nýta til hins ýtrasta. Það var að vísu erfitt fyrir mannskapinn að koma sér niður, því sólin skein skært í heiðu norðri um sólstöðurnar. Laugardaginn 22. júní voru allir leiðangursmenn komnir á ról kl. 04 eftir stuttan nætursvefn. Þeg- ar borðaður hafði verið morgunmatur og smurt nesti til dagsins var skift liði, Karl, Páll, Ellen, Karlsson og Prestvik dreifðu sér um Kverkfjallarana og söfn- uðu bergsýnum frá Virkisfelli austur að Hveragili og allt suður að jökli, en Guðmundur, Níels, Ævar, Kri- bek og Halldór fóru til gassöfnunar upp í Hveradal í Kverkfjöllum. Kverkjökulsáin var óárennileg svo gassöfnunarhópurinn krækti upp á Kverkjökulsporð- inn og komst þannig þurrum fótum yfir á Löngufönn en upp hana var gengið í Hveradalsmynnið. Skipst var á að spora slóðina því færi var þungt vegna sólbráðar og snjórinn þess vegna kramur. Það kom sér samt vel, annars hefði verið erfitt að fóta sig án brodda, þar sem 104 JÖKULL No. 65, 2015
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Jökull

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.