Jökull - 01.01.2015, Síða 109
Society report
Jarðfræðafélag Íslands
Skýrsla stjórnar fyrir starfsárið 2015
Fyrri hluta ársins 2015 störfuðu í stjórn félags-
ins Sigurlaug María Hreinsdóttir (formaður), Esther
Ruth Guðmundsdóttir (varaformaður), Lúðvík Eckar-
dt Gústafsson (gjaldkeri), Sigurður Garðar Kristins-
son (ritari), Björn Harðarson (meðstjórnandi), Erla
María Hauksdóttir (meðstjórnandi) og Þorsteinn Sæ-
mundsson (meðstjórnandi). Sigurður Garðar Krist-
insson gaf ekki kost á sér til áframhaldandi setu í
stjórn félagsins, en hann hefur starfað í stjórn frá
árinu 2013. Honum er þakkað kærlega fyrir góð
störf í þágu félagsins. Nýr meðlimur í stjórn er
Sylvía Rakel Guðjónsdóttir. Skipan stjórnar eftir aðal-
fund var þessi: Sigurlaug María Hreinsdóttir (formað-
ur), Esther Ruth Guðmundsdóttir (varaformaður),
Lúðvík Eckardt Gústafsson (gjaldkeri), Erla María
Hauksdóttir (ritari), Björn Harðarson (meðstjórn-
andi), Sylvía Rakel Guðjónsdóttir (meðstjórnandi) og
Þorsteinn Sæmundsson (meðstjórnandi).
Alls eru nú tæpir 300 félagar skráðir í félagið.
Störf félagsins voru með hefðbundnum hætti á árinu.
Vorráðstefna var haldin 13. mars í Öskju, náttúru-
fræðahúsi Háskóla Íslands. Líkt og áður var nemend-
um í HÍ boðið endurgjaldslaust á ráðstefnuna en stjórn
félagsins telur mikilvægt að nemendur fjölmenni á
Vorráðstefnu og kynnist störfum jarðfræðistéttarinn-
ar. Á ráðstefnunni var að vanda fjölbreytt dagskrá og
mörg fróðleg erindi flutt. Ráðstefnuna sóttu 54 félagar
og 4 utanfélagsmenn auk 40 nemenda, 21 erindi voru
haldin og 10 veggspjöld kynnt.
Aðalfundur félagsins 2015 fór fram þann 5. maí í
Öskju, náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands. Á fundin-
um sýndi Sigurður Garðar Kristinsson, jarðfræðingur
hjá Íslenskum orkurannsóknum, ljósmyndir sem hann
hefur tekið við störf sín á erlendri grundu.
Vorferð var farin 14. maí í Þríhnúkagíg, fjölmennt
var í ferðinni og gekk 24 manna hópur að gígnum
frá skála Breiðabliks í Bláfjöllum. Farið var nið-
ur í nokkrum hollum og voru félagar sammála um
að þennan helli ætti enginn jarðvísindamaður að láta
fram hjá sér fara.
Haustráðstefna félagsins var haldin 20. nóvember
í sal Rúgbrauðsgerðarinnar í Borgartúni 6, Reykjavík.
Heiðursgestir ráðstefnunnar voru þau Guðrún Larsen
jarðfræðingur, Kjartan Thors jarðfræðingur og Oddur
Sigurðsson jarðfræðingur. Öll urðu þau sjötug á árinu.
Þema ráðstefnunnar var jöklar og laus jarðlög.
Fjöldi jarðvísindafólks, sem á einn eða annan hátt
tengdust heiðursgestum, héldu erindi. Sigurlaug
María Hreinsdóttir setti ráðstefnuna og þar á eftir voru
flutt 23 erindi:
Magnús Tumi Guðmundsson, Jarðvísindastofnun, fór
með inngangsorð og fjallaði þar á skemmtilegan hátt
um heiðursgesti ráðstefnunnar; Jón Ólafsson, Jarðvís-
indastofnun, fjallaði um einn dag í varma- og seltu-
búskapi Jökulsárlóns á Breiðamerkursandi; Sindri
Snær Jónsson, Jarðvísindastofnun, fjallaði um áhrif
sjávar á uppleyst súrefni og koltvíoxíð í Jökulsárlóni
á Breiðamerkursandi; Tómas Jóhannesson, Veður-
stofu Íslands, fjallaði um Skaftárhlaup um mánaða-
mótin september/október 2015; Snorri Zóphóníasson,
Veðurstofu Íslands, fjallaði um Skaftá, áhrif hennar í
byggð; Guðfinna Aðalgeirsdóttir, Jarðvísindastofnun,
fjallaði um sjálfvirka veðurstöð á Mýrdalsjökli sumar-
ið 2015; Bergrún Arna Óladóttir, Jarðvísindadeild,
fjallaði um gjóskuframleiðni og kvikukerfi Kötlu;
Robert Askew, Jarðvísindastofnun, fjallaði um Cont-
inuing the legacy of George Walker: The Neogene
Breiðdalur Volcano, East Iceland; Olgeir Sigmarsson,
Jarðvísindastofnun, fjallaði um eldstöðvakerfi und-
ir vestanverðum Vatnajökli skilgreind með samsætu-
mælingum jökulskerja, gjósku og hrauna; Esther Ruth
Guðmundsdóttir, Jarðvísindastofnun, fjallaði um tíu
JÖKULL No. 65, 2015 109