Jökull


Jökull - 01.01.2015, Síða 109

Jökull - 01.01.2015, Síða 109
Society report Jarðfræðafélag Íslands Skýrsla stjórnar fyrir starfsárið 2015 Fyrri hluta ársins 2015 störfuðu í stjórn félags- ins Sigurlaug María Hreinsdóttir (formaður), Esther Ruth Guðmundsdóttir (varaformaður), Lúðvík Eckar- dt Gústafsson (gjaldkeri), Sigurður Garðar Kristins- son (ritari), Björn Harðarson (meðstjórnandi), Erla María Hauksdóttir (meðstjórnandi) og Þorsteinn Sæ- mundsson (meðstjórnandi). Sigurður Garðar Krist- insson gaf ekki kost á sér til áframhaldandi setu í stjórn félagsins, en hann hefur starfað í stjórn frá árinu 2013. Honum er þakkað kærlega fyrir góð störf í þágu félagsins. Nýr meðlimur í stjórn er Sylvía Rakel Guðjónsdóttir. Skipan stjórnar eftir aðal- fund var þessi: Sigurlaug María Hreinsdóttir (formað- ur), Esther Ruth Guðmundsdóttir (varaformaður), Lúðvík Eckardt Gústafsson (gjaldkeri), Erla María Hauksdóttir (ritari), Björn Harðarson (meðstjórn- andi), Sylvía Rakel Guðjónsdóttir (meðstjórnandi) og Þorsteinn Sæmundsson (meðstjórnandi). Alls eru nú tæpir 300 félagar skráðir í félagið. Störf félagsins voru með hefðbundnum hætti á árinu. Vorráðstefna var haldin 13. mars í Öskju, náttúru- fræðahúsi Háskóla Íslands. Líkt og áður var nemend- um í HÍ boðið endurgjaldslaust á ráðstefnuna en stjórn félagsins telur mikilvægt að nemendur fjölmenni á Vorráðstefnu og kynnist störfum jarðfræðistéttarinn- ar. Á ráðstefnunni var að vanda fjölbreytt dagskrá og mörg fróðleg erindi flutt. Ráðstefnuna sóttu 54 félagar og 4 utanfélagsmenn auk 40 nemenda, 21 erindi voru haldin og 10 veggspjöld kynnt. Aðalfundur félagsins 2015 fór fram þann 5. maí í Öskju, náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands. Á fundin- um sýndi Sigurður Garðar Kristinsson, jarðfræðingur hjá Íslenskum orkurannsóknum, ljósmyndir sem hann hefur tekið við störf sín á erlendri grundu. Vorferð var farin 14. maí í Þríhnúkagíg, fjölmennt var í ferðinni og gekk 24 manna hópur að gígnum frá skála Breiðabliks í Bláfjöllum. Farið var nið- ur í nokkrum hollum og voru félagar sammála um að þennan helli ætti enginn jarðvísindamaður að láta fram hjá sér fara. Haustráðstefna félagsins var haldin 20. nóvember í sal Rúgbrauðsgerðarinnar í Borgartúni 6, Reykjavík. Heiðursgestir ráðstefnunnar voru þau Guðrún Larsen jarðfræðingur, Kjartan Thors jarðfræðingur og Oddur Sigurðsson jarðfræðingur. Öll urðu þau sjötug á árinu. Þema ráðstefnunnar var jöklar og laus jarðlög. Fjöldi jarðvísindafólks, sem á einn eða annan hátt tengdust heiðursgestum, héldu erindi. Sigurlaug María Hreinsdóttir setti ráðstefnuna og þar á eftir voru flutt 23 erindi: Magnús Tumi Guðmundsson, Jarðvísindastofnun, fór með inngangsorð og fjallaði þar á skemmtilegan hátt um heiðursgesti ráðstefnunnar; Jón Ólafsson, Jarðvís- indastofnun, fjallaði um einn dag í varma- og seltu- búskapi Jökulsárlóns á Breiðamerkursandi; Sindri Snær Jónsson, Jarðvísindastofnun, fjallaði um áhrif sjávar á uppleyst súrefni og koltvíoxíð í Jökulsárlóni á Breiðamerkursandi; Tómas Jóhannesson, Veður- stofu Íslands, fjallaði um Skaftárhlaup um mánaða- mótin september/október 2015; Snorri Zóphóníasson, Veðurstofu Íslands, fjallaði um Skaftá, áhrif hennar í byggð; Guðfinna Aðalgeirsdóttir, Jarðvísindastofnun, fjallaði um sjálfvirka veðurstöð á Mýrdalsjökli sumar- ið 2015; Bergrún Arna Óladóttir, Jarðvísindadeild, fjallaði um gjóskuframleiðni og kvikukerfi Kötlu; Robert Askew, Jarðvísindastofnun, fjallaði um Cont- inuing the legacy of George Walker: The Neogene Breiðdalur Volcano, East Iceland; Olgeir Sigmarsson, Jarðvísindastofnun, fjallaði um eldstöðvakerfi und- ir vestanverðum Vatnajökli skilgreind með samsætu- mælingum jökulskerja, gjósku og hrauna; Esther Ruth Guðmundsdóttir, Jarðvísindastofnun, fjallaði um tíu JÖKULL No. 65, 2015 109
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Jökull

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.