Jökull - 01.01.2015, Blaðsíða 110
þúsund ára sögu eldvirkni skráð í setlög Lagarins;
Ívar Örn Benediktsson, Jarðvísindastofnun, fjallaði
um myndun og aldur Arnarfellsmúla við Múlajök-
ul; Bryndís Brandsdóttir, Jarðvísindastofnun, fjallaði
um umbrotahrinur í lok ísaldar, lesnar úr misgengj-
um í lausum jarðlögum á landgrunni Norðurlands;
Ögmundur Erlendsson, Íslenskum orkurannsóknum,
fjallaði um botngerð og laus jarðlög á landgrunni
Íslands; Árný Erla Sveinbjörnsdóttir, Jarðvísinda-
stofnun, fjallaði um 14C aldursgreiningar á jurtaleif-
um frá Breiðamerkur- og Skeiðarársandi varpa ljósi
á umhverfisbreytingar á Nútíma; Hreggviður Norð-
dahl, Jarðvísindastofnun, fjallaði um landris og fornar
strandlínur sem tímamælar – dæmi úr Fnjóskadal og
Eyjafirði; Sverrir Aðalsteinn Jónsson, Jarðvísinda-
stofnun, fjallaði um myndun jökulalda og jöklunar-
sögu Fláajökuls á nútíma; Árni Hjartarson, Íslensk-
um orkurannsóknum, fjallaði um jöklun á landgrunn-
inu; Oddur Sigurðsson, Veðurstofu Íslands, fjallaði
um aurkeilur jökulhlaupa; Snævarr Guðmundsson,
Náttúrustofu Suðausturlands, fjallaði um breyting-
ar á Breiðamerkurjökli frá lokum 19. aldar, í ljósi
gamalla mynda; Eyjólfur Magnússon, Jarðvísinda-
stofnun, fjallaði um The subglacial topography of
Drangajökull ice cap, surface and volume evoluti-
on on 1946–2014; Þorsteinn Sæmundsson, Land- og
ferðamálafræðistofu, fjallaði um ofanflóð á jökla á
Íslandi. Orsakavaldar og afleiðingar; Finnur Pálsson,
Jarðvísindastofnun, fjallaði um greinargerð um könn-
un á legu útfalla og farvega fallvatna frá Síðujökli og
stöðugleika þeirra þegar jökullinn hörfar og Þorsteinn
Þorsteinsson, Veðurstofu Íslands, fjallaði um afkomu-
mælingar á Hofsjökli 1988–2015.
Í lok ráðstefnunnar var móttaka til heiðurs Guð-
rúnu, Kjartani og Oddi. Góður andi ríkti á ráðstefn-
unni sem um 90 manns sóttu og tókst hún vel í alla
staði, heiðursgestum og öðrum sem hana sóttu til mik-
illar ánægju.
Haustferð Jarðfræðafélagsins var farin 24.–
25. október. Farið var í Bása í Þórsmörk og var Þor-
steinn Sæmundsson leiðsögumaður ferðarinnar. Hóp-
urinn samanstóð af 10 manns og var hann afar góð-
mennur.
Nefndir
Eftirfarandi nefndir störfuðu á vegum félagsins árið
2015.
Jökull – fulltrúi félagsins í ritstjórn Jökuls: Gréta
Björk Kristjánsdóttir. Í ritnefnd eru: Karl Grönvold
og Kristján Sæmundsson.
Sigurðarsjóður – Þorsteinn Sæmundsson (formaður),
Freysteinn Sigmundsson og Kristín S. Vogfjörð.
Sigurðarmedalía – Olgeir Sigmarsson (formaður),
Ármann Höskuldsson og Þorsteinn Sæmundsson.
Orðanefnd – Haukur Jóhannesson (formaður), Stein-
þór Níelsson og Ívar Örn Benediktsson.
Siðanefnd – Ívar Örn Benediktsson (formaður), Daði
Þorbjörnsson og Kristín S. Vogfjörð.
Löggildingarnefnd – Þorsteinn Sæmundsson (formað-
ur), Sigmundur Einarsson og Páll Halldórsson.
IUGS (International Union of Geological Sciences,
nefnd skipuð af umhverfisráðherra) – Sigurlaug María
Hreinsdóttir situr í stjórn fyrir hönd JFÍ.
Sigurlaug María Hreinsdóttir
110 JÖKULL No. 65, 2015