Jökull


Jökull - 01.01.2015, Síða 115

Jökull - 01.01.2015, Síða 115
Society report VORFERÐ JÖRFÍ 29. maí – 13. júní 2015 Magnús Tumi Guðmundsson og Finnur Pálsson Jarðvísindastofnun Háskólans, Öskju, Sturlugötu 7, 101 Reykjavík, mtg@hi.is, fp@hi.is Ekki er hægt að kvarta yfir að dauflegt sé yfir náttúru- öflunum í Grímsvatnahreppi. Undanfarinn aldarfjórð- ung hefur gengið á með margskonar stóratburðum í Vatnajökli. Framhlaup voru í Síðujökli,Tungnaárjökli og Dyngjujökli í byrjun tímabilsins, stórgos í Gjálp 1996 sem leiddi til stórhlaups á Skeiðarársandi, þrisvar hefur gosið í Grímsvötnum og óvænt jökul- hlaup féll til Hágöngulóns. Af þessum sökum hafa á tímabilinu verið nokkrar viðamiklar vorferðir sem staðið hafa tvær vikur eða jafnvel lengur. Með þeim hefur Jöklarannsóknafélagið tryggt lærðum og leik- um aðgengi til skoðunar og rannsókna á einstæðum náttúrufyrirbærum, í takt við tilgang félagsins. Öskju- sigið í Bárðarbungu haustið og veturinn 2014–2015 ásamt gosinu sem var því samfara í Holuhrauni er e.t.v. stærsti einstaki atburður í eldgosasögu Íslands síðan 1875. Því var af nógu að taka vorið 2015 þegar kom að rannsóknum á vettvangi í og við Bárðarbungu. Til að bregðast við, afréð stjórn JÖRFÍ að ferðin stæði tvær vikur svo hægt væri að kanna eins og vert væri þau ummerki og breytingar sem orðið hafa í Bárðar- bungu og Dyngjujökli. Snjóalög á hálendinu voru mun meiri en undan- farin ár eftir óvenju illviðrasaman vetur. Þá var maí óvenju kaldur og leysing því hæg. Fyrir vikið var enn ófært um Jökulheima og Tungnaárjökul á vorferðar- tíma. Því brugðið á það ráð að fara austur á Skálafells- jökul, en ekki hefur þurft að grípa til þess í fimmtán ár. Farartæki voru snjóbíll HSSR, Ford-bíll JÖRFÍ, tveir bílar frá Jarðvísindastofnun Háskólans, bíll Magnús- ar Þórs Karlssonar og allmargir vélsleðar. Seinni vik- una var einnig í slagtogi með hópnum flokkur frá Veð- urstofunni sem hélt til í Skaftárkötlum og boraði þar holur, tók sýni og mældi hita í lónunum undir kötl- unum. Fararstjóri fyrri vikuna var Finnur Pálsson en þá seinni Magnús Tumi. Birgðahald fyrri viku var á hendi Sjafnar Sigsteinsdóttur en þá seinni Herdísar Schopka. Vitjað um jarðskjálftamæli VÍ á ísaskilum Grímsvatna og Dyngjujökuls. Um 6 m þykkur vetrarsnjór hafði kaffært búnaðinn, nema loftnet og vindrafstöð. Skjálftamælirinn er rekinn allt árið og streymir gögnum til byggða. Hér er verið að grafa niður að rúmgóðri plasttunnu þar sem tæknibúnaði er komið fyrir. – Servicing the IMO seismometer at the ice divide of Grímsvötn and Dyngjujökull. Around 6 m of winter snow had buried the equipment, only the antenna and wind power generator were visible. Ljósmynd/Photo. Sjöfn Sigsteinsdóttir. JÖKULL No. 64, 2014 115
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Jökull

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.