Jökull - 01.01.2015, Síða 117
Jöklarannsóknafélag Íslands
tækjum en milli kl. 16 og 17 var allt klárt og ekið sem
leið lá til Reykjavíkur með matarstoppi í Freysnesi.
Helstu rannsóknarverkefni voru eftirtalin:
1. Vetrarafkoma var mæld á Háubungu, á nokkrum
stöðum í og við Grímsvötn og á Bárðarbungu, þar var
líka sett upp veðurstöð.
2. Teknir voru tveir ∼10 m kjarnar í um 1400 m hæð
á Brúarjökli til greiningar á rykmagni við sumarhvörf
síðustu ára.
3. GPS mælingar voru gerðar í Esjufjöllum, Vetti,
Saltara og Húsbónda.
4. Hugað að jarðskjálftamælum og GPS tækjum Veð-
urstofunnar á Vetti, Húsbónda, í Skaftárkötlum, á
Tungnaárjökli og GPS tæki og endurvarpa á Bárðar-
bungu.
5. Gerðar voru mælingar og greining á gasútstreymi á
Grímsfjalli, í Grímsvötnum og við jarðhitakatla sem
myndast hafa í og við Bárðarbungu í umbrotunum.
6. Endurnýjuð var mælistöð sem fylgist með hæð ís-
hellunnar í Grímsvötnum.
7. Snjóbíllinn og bíll VÍ drógu meiðhýsi Landsvirkj-
unar, eldsneyti og bræðslubor að suðurbarmi Eystri
Skaftárketils fyrir Skaftárkatlahóp Veðurstofunnar.
8. Ísþykkt var mæld með íssjá um alla Bárðarbungu,
sérlega þéttriðið mælinet austast þar sem mögulegt er
að vatn geti safnast fyrir, einnig yfir katlana þrjá sem
mynduðust SA Bárðarbungu á fyrstu dögum umbrot-
anna í ágúst 2014 og nokkur snið yfir ketilsigin þrjú
sem mynduðust í byrjun september 2014 neðarlega á
Dyngjujökli.
9. Íssjármælingar voru endurteknar eftir sömu
mælisniðum og 2014 um allan Eystri Skaftárketil og
hlutamælilína austan Hamarsins þar sem ketill mynd-
aðist við jökulhlaup 2011.
Vinstri/left: Herdís og Ísleifur búin til ferðar að eldstöðvunum í SV horni Grímsvatna. Preparing for ascend to
the eruption site in the SW corner of Grímsvötn. Hægri/Right: Þórdís vinnur að þyngdarmælingum á Bárðar-
bungu. Gravity survey on Bárðarbunga. Ljósm./Photos. Magnús Tumi Guðmundsson.
Vinstri: Grafið niður að tækjatunnu á jarðskjálftamælistöð (sjá bls. 116). – Escavating the instrument container
at the IMO seismic station (see page 116.). Right: Vetrarafkoman mæld á mælistað við jarðskjálftamælistöðina.
– Winter balance measurements. Ljósmynd/Photos. Finnur Pálsson and Sjöfn Sigsteinsdóttir.
JÖKULL No. 64, 2014 117