Jökull


Jökull - 01.01.2015, Page 118

Jökull - 01.01.2015, Page 118
10. Hluti íssjármælisniða í Grímsvötnum var endur- mældur, til að fylgjast með breytingum í þykkt ís- hellunnar, en þessar línur hafa nokkrum sinnum verið mældar á undanförnum árum. 11. Í seinni vikunni var endurmælt net 50 þyngdar- mælipunkta á og við Bárðarbungu. 12. Á Bárðarbungu var vetrarafkoma mæld á 4 stöð- um auk 15 m djúprar holu þar sem hiti í hjarninu var mældur. 13. Sett var upp veðurstöð á hefðbundinn stað á Bárð- arbungu og 12 skriðstikur sem settar voru í Bárðar- bungu í maí endurmældar með GPS. 14. Fundinn staður fyrir nýja fasta GPS stöð á Kistu, en hún er í vesturhlíðum Bárðarbungu. 15. Farið var í Kverkfjöll og vatnshæð jökullóna þar mæld. 16. Mæld voru hæðarsnið vestast í Grímsvötnum til að meta breytingar en þar hefur jarðhiti aukist í all- mörg ár. Athygli vakti að brennisteinslykt var í suðurhlíð- um Bárðarbungu og virtist gasið koma gegnum jökul- inn sem er þarna 200–300 m þykkur. Vorferðir eins og þessi eru mikið fyrirtæki. Nota þarf sérhæfð og dýr farartæki, flytja þarf eldsneyti til ársins á Grímsfjall auk birgða fyrir ferðina sjálfa, sem er þurftafrek. Í þessari ferð voru fluttir 6000 lítrar af olíu og bensíni. Kostnaður er að sama skapi mik- ill. Félagið nýtir m.a. styrk til rannsókna og umsvifa sem það fær frá Landsvirkjun og Vegagerðinni. Hluti kostnaðar var í þetta sinn einnig greiddur af stofnun- um sem tóku þátt gegnum fjárframlög úr Ríkissjóði vegna vöktunar og rannsókna á umbrotunum í Bárð- arbungu. Þátttaka og stuðningur sjálfboðaliða JÖRFÍ tryggði að það fé nýttist eins og best verður á kos- ið. Auk sjálfboðaliða JÖRFÍ og snjóbílsstjóra HSSR, tóku þátt sérfræðingar frá Jarðvísindastofnun, Veður- stofunni og háskólunum í Gautaborg og Dublin. Félagið naut eins og áður styrks frá Vegagerðinni og Landsvirkjun til að mæta hluta kostnaðar við flutn- inga og umsvif í ferðinni. Einnig tóku Neyðarlínan, Veðurstofan og Jarðvísindastofnun Háskólans þátt í kostnaði við flutninga og farartæki. Þátttakendur í fyrri ferð: Ágúst Þór Gunnlaugs- son, Ásta Rut Hjartardóttir, Bergur Bergsson, Eirík- ur Finnur Sigursteinsson, Erik Sturkell, Finnur Páls- son, Hlynur Skagfjörð Pálsson, Joaquin Muñoz-Cobo Belart, Kristjana Harðardóttir, Louise Steffensen Schmidt, Magnús Þór Karlsson, Monika Dragosics, Sjöfn Sigsteinsdóttir, Sólveig Kristjánsdóttir, Vil- hjálmur Kjartansson, Þorsteinn Jónsson, Þóra Karls- dóttir. Þrír starfsmenn Landsvirkjunar litu við hjá okk- ur á leið í mælingaferð í Skaftárkatla. Þátttakendur í seinni ferð: Ágúst Þór Gunnlaugs- son, Baldur Bergsson, Bárður Ísleifsson, Benedikt Gröndal, Benedikt Ófeigsson, Bergur Bergsson, Eva Eibl, Hannah Reynolds, Hannes Haraldsson, Herdís Schopka, Hlynur Skagfjörð Pálsson, Ísleifur Friðriks- son, Magnús Tumi, Sara Barsotti, Tobias Dürig, Val- gerður Jóhannsdóttir, William Moreland, Þorsteinn Jónsson, Þórdís Högnadóttir. Auk þessa voru seinni vikuna í Skaftárkötlum Þorsteinn Þorsteinsson og þrír erlendir vísindamenn. Þrír kvikmyndagerðarmenn bættust í hópinn um miðja seinni vikuna. The 2015 Spring Expedition The annual expedition to Vatnajökull in 2015 lasted two weeks, with a change in crew at mid-way through. The main tasks of the expedition, apart from regular, long term monitoring tasks concerning winter accu- mulation in and around Grímsvötn and maintenance of seismometers and GPS monitoring stations, were surveys of Bárðarbunga and surroundings after the autumn-winter 2014–2015 caldera collapse and the associated Holuhraun eruption. Due to heavy snow cover in the highlands, the usual route of Spring expe- ditions through Jökulheimar and Tungnaárjökull was not possible in early June. The alternative route up Skálafellsjökull by the southeast coast was taken, with the first group of 18 participants leaving Reykjavík on May 29. This group returned on June 6, when the second crew arrived at Skálafellsjökull and headed for Grímsvötn. Both groups stayed in the huts at Grímsvötn for the duration of the expedition. Among tasks specifically carried out at Bárðarbunga were de- tailed radio-echo soundings, a gravity survey, gas flux measurements, and mass balance observations in the Bárðarbunga caldera. Participants included volun- teers of the Iceland Glaciological Society and scien- tists from the Institute of Earth Sciences, University of Iceland, The Icelandic Meteorological Office, and the Universities of Dublin and Gothenburg. 118 JÖKULL No. 64, 2014
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Jökull

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.