Breiðfirðingur - 01.04.1964, Page 11
BREIÐFIRÐINGUR
9
■en Danir vildu gefa oss frjálsa. Ýmsir andans menn Nor-
egs hefja þá sterka sókn og kveikja elda, sem ekki slokkn-
uðu, svo lengi sem orustan stóð og þar til fullt frelsi var
fengið. Björnstjærne Björnsson, sem þá var einn af for-
ystumönnunum segir í einu fögru ljóði:
„Eg apríl mér velja vil.
Með afli um jörðina hann æðir,
og ísinn með brosi hann bræðir.
Og þá verður vorið til.“
Hann hvetur þjóð sína að velja sér vorið til fylgdar. Þá
leysi það aflið, sem með þjóðinni býr úr læðingi og henni
verði allar vegir færir. Og kynslóðin sem nú er að hverfa
fór eins að. Hún valdi sér vorið til fylgdar. Leysti alla
krafta úr læðingi og sameinaði þá til sóknar gegn voðan-
um, sem hrjáð hafði þjóðina og haldið henni í heljar
greipum um aldir. Og vorhugurinn fór með sigur af hólmi.
Það varð ekki ofurefli þessari kynslóð, að stöðva flóttann
frá landinu, og byggja hér upp örugga framtíð. Það væri
íeskunni, sem nú tekur við, mikill vansi, ef hún reyndist
ekki þess megnug, að stöðva flóttann frá hinum dreifðu
byggð um, til blessunar fyrir landið í heild.
Rétt þykir mér að henda á, að í þessari baráttu, sem
vér verðum að heyja, getum vér margt lært af hinni æva-
fornu þjóð, Gyðingum.
Eins og kunnugt er hafa þeir verið á hrakningum öld-
um saman um allan heim. En hvar sem þeir hafa farið
og hvar sem þeir hafa starfað, hafa þeir ávallt verið
Gyðingar. Haldið fast við siði sína, trú sína og venjur.
Nýlega hafa þeir endurheimt frelsi sitt og föðurland, og