Breiðfirðingur - 01.04.1964, Qupperneq 15
BREIÐFIRÐINGUR
13
þær byggðir, sem nú sýnast vera á góðri leið með að þurrk-
ast út, heldur myndi þetta skapa þá andstöðuhreyfingu,
sem nauðsynleg er að koma upp, gegn flóttanum frá byggð-
inni í borgirnar.
Mér er vel ljóst, að til þessa þarf bæði fé og fórnir. En
þjóðin er ávallt fús til þess að leggja fram fé til góðra
málefna. Þegar hafizt var handa um að koma upp Eim-
skipafélaginu, þá kom hver maður með sinn skerf, jafnt
og engu síður þeir snauðu sem hinir ríku. Þegar byrjað
var að koma upp Landsspítalanum og Vífilsstöðum var það
sama upp á teningnum. Sama var og með S.Í.B.S., Slysa-
varnarfélagið, Vistheimili aldraða sjómanna og fl. Vilji
er allt sem þarf. Sé hann nógu sterkur, fást engar hindr-
anir staðist.
Ég var nýlega að lesa í bók um hermann, sem í síðustu
styrjöld hafði misst, handlegg, fót og auga, og var flutt-
ur þannig á sjúkrahús. Hann streyttist á móti allri hjálp,
vildi enga líkn, aðeins fá hvíld hins milda dauða í stað
þess að lifa alla ævi við slík örkuml. Og hann spurði hjúkr-
unarkonuna, hvort hún sjálf myndi ekki heldur kjósa ró
dauðans, en þá kvöl, sem því hlyti að fylgja, að lifa þannig
alla ævi. Og svar hennar var þetta.
„Ég á sjálf mann á vígstöðvunum, er ég hef ekki séð
í meira en ár. Ef til vill liggur hann í sárum eins og þú.
Geti hann ekki komið heim óskaddaður, þá má hann koma
heim blindur, handalaus og fótalaus, bara að hann komi
heim. Mínar hendur skulu vera hans hendur, mínir fætur
hans fætur, með mínum augum skal hann virða fyrir sér
heiminn og lífið, bara að hann lifi, bara að ég fái hann
aftur.“