Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.1964, Page 22

Breiðfirðingur - 01.04.1964, Page 22
20 BREIÐFIRÐINGUR húsþaki. í íbúðarhúsum liggja menn milli svefns og vöku hlustandi á eigin andardrátt og tif vekjaraklukkunnar og skynja ekki einu sinni veðrið úti fyrir, þótt gluggi sé op- mn. í tjaldi losa menn svefn við nið lækjarins og söng smáfuglanna og lykta bókstaflega veðrið. Maður finnur það strax og maður dregur djúpt að sér andann, hvort það rignir, frystir eða morgunsólin yljar loftið. — Ef gægzt er út fyrir tjaldskörina, sjást söngvarar þessa morguns spígspora þarna um í döggvotu grasi. Það er tvöfaldur dúett, tvenn hjón, þúfutittlingar og mýrisnípur, og svo stakur spói, sem vellir við og við. I fjarska dýrrar í lóu, einhvers staðar skríkir stelkur, og uppi yfir okkur heyrast kyndug hljóð, sem ég kannast ekki við. Þar eru þar tveir stórir fuglar á flugi. Mér sýnist í fyrstu þetta vera gæsir, en þegar betur er að gáð, kemur í ljós, að þai flýgur skarfapar. Áhrifamestur er þó undirleikur hljóm- sveitarinnar, en það er þróttmikið suð fiskiflugunnar, sero jafnframt slær taktinn með því að stangast við tjaldvegg- inn. Þetta er geysifjölbreytilegur morgunkliður. Það er verið að leika hljómkviðu sumarsins á langspil landsins. — I nótt, þegar ég sofnaði um lágnættið, var svo hljótt, að mér fannst ég heyra fótatak járnsmiðsins, sem spás- séraði á svefnpokanum mínum. Það er enn svo árla morguns, að ég vil engan vekja. Ég læðist út og stíg berum fótum á vota jörð. Það er sval- andi. Það hefur verið náttfall í nótt. A hverju strái situr döggin í perlum. Ein perla á hverjum strábroddi, mismun- andi stór eftir gildleika stráanna. Perlur þræddar í ann- an endann. Sólarljósið brýtur á þeim, svo að sumar verða gylltar, aðrar bláar, rauðar, gular, en flestar eru hvítar. /
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Breiðfirðingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.