Breiðfirðingur - 01.04.1964, Qupperneq 22
20
BREIÐFIRÐINGUR
húsþaki. í íbúðarhúsum liggja menn milli svefns og vöku
hlustandi á eigin andardrátt og tif vekjaraklukkunnar og
skynja ekki einu sinni veðrið úti fyrir, þótt gluggi sé op-
mn. í tjaldi losa menn svefn við nið lækjarins og söng
smáfuglanna og lykta bókstaflega veðrið. Maður finnur
það strax og maður dregur djúpt að sér andann, hvort
það rignir, frystir eða morgunsólin yljar loftið. —
Ef gægzt er út fyrir tjaldskörina, sjást söngvarar þessa
morguns spígspora þarna um í döggvotu grasi. Það er
tvöfaldur dúett, tvenn hjón, þúfutittlingar og mýrisnípur,
og svo stakur spói, sem vellir við og við. I fjarska dýrrar
í lóu, einhvers staðar skríkir stelkur, og uppi yfir okkur
heyrast kyndug hljóð, sem ég kannast ekki við. Þar eru
þar tveir stórir fuglar á flugi. Mér sýnist í fyrstu þetta
vera gæsir, en þegar betur er að gáð, kemur í ljós, að þai
flýgur skarfapar. Áhrifamestur er þó undirleikur hljóm-
sveitarinnar, en það er þróttmikið suð fiskiflugunnar, sero
jafnframt slær taktinn með því að stangast við tjaldvegg-
inn. Þetta er geysifjölbreytilegur morgunkliður. Það er
verið að leika hljómkviðu sumarsins á langspil landsins.
— I nótt, þegar ég sofnaði um lágnættið, var svo hljótt,
að mér fannst ég heyra fótatak járnsmiðsins, sem spás-
séraði á svefnpokanum mínum.
Það er enn svo árla morguns, að ég vil engan vekja.
Ég læðist út og stíg berum fótum á vota jörð. Það er sval-
andi. Það hefur verið náttfall í nótt. A hverju strái situr
döggin í perlum. Ein perla á hverjum strábroddi, mismun-
andi stór eftir gildleika stráanna. Perlur þræddar í ann-
an endann. Sólarljósið brýtur á þeim, svo að sumar verða
gylltar, aðrar bláar, rauðar, gular, en flestar eru hvítar.
/