Breiðfirðingur - 01.04.1964, Side 29
BREIÐFIRÐINGUR
27
ist ég við og hafi stigið þar fæti á stöku þeirra. Þær eru
margar náttúrufagrar og aðrar sögufrægar. Þarna vann
Sturla Þórðarson að skrifum sínum, þarna bjuggu Step-
hensenar. Á þessum eyjum var öldum saman menning og
matur. Nú fer þeim óðum fækkandi, sem eru í byggð. Þær
eru þó enn jafnmikil prýði héraðsins og á þeim dögum,
er Þórólfur Mostrarskegg leit þær fyrst augum, og sann-
arlega á lýsing Sigurðar Breiðfjörðs á þeim vel við í dag:
„eyjar synda, sofa, standa
silfurdýnum Ránar á.“
Beint framundan er svo fjallið helga, sem Þórólfur
Mostraskegg og niðjar hans dóu í. Fjallið, sem menn
gengu á, þegar mikið lá við, og réðu ráðum sínum. „Var
það trú þeirra, að eigi mundu þau ráð bregðast, er þar
voru ráðin,“ segir Eggert Olafsson.
Áður en við hefjum niðurgönguna, klyfjaðir náttúru-
steinum Drápuhlíðarinnar, látum við enn einu sinni sjón
vega yfir víðan fjörð. Hann er blár, dökkblár, tyrkneskl
blár, allt eftir því hvernig sól stafar á sjávarborðið. Hér
verður það öðru fremur sannmæli, sem Jónas segi:
„Bláa vegu
brosfögur sól
gengur glöðu skini.“
Bláminn er einkenni Breiðafjarðar, raunar alls íslands.
Manni flýgur í hug: Skyldi Breiðafjörður hafa tekið
svona á móti landnámsmönnum? Var það slíkur Breiða-
fjörður, sem Eiríkur rauði varð að flýja? Maður hugsar
sér knerrina sigla þarna milli eyjanna á sólbjörtum sumar-