Breiðfirðingur - 01.04.1964, Page 46
44
BREIÐFIRÐINGUR
leitir. Fyrst er bara svolítill dúnn. Ósköp lítill, segir hún.
Bara svona.
Hún sýnir mér á grindinni, hvað dúnninn sé lítill í
hreiðrinu fyrst. — Það heitir að taka fyrsta blómann,
segir hún. Svo er leitað tvisvar. Það verður alltaf að skilja
svolítið eftir kringum eggin. Svo kemur hroðaleitin síð-
ast. Það er fjórða sinnið. Þá tekur maður allt nema heyið.
Það á alltaf að skilja það eftir og vefja því utan um
skurninn. Þá kemur hún aftur í hreiðrið sitt. Annars kem-
ur hún ekki aftur.
Gamla konan strýkur dúnhnoðra meðan hún segir mér
þetta. Hún verður næstum angurvær. — Það er voða
gaman, segir hún. — Það er voða gaman. Það er fallegt í
eyjunum á vorin þegar þær koma, og þeir eru svo hvítir.
Alveg um allar eyjar. Þeir standa hjá.
Eg stend þarna heldur álkulegur.. Nú og hvað er svo,
segi ég. — Já, svo er hann hreinsaður undir kröfsun. Það
er ég nú að gera núna. Það gerir maður svona.
Nú tekur hún mikla dúnvisk og hristir hana með sér-
kennilega snöggum handaburði yfir grindinni, sem er fer-
hyrndur rammi og strengdir í snærissterngir. Heyið hryn-
ur niður milli strengjanna, og dúnviskin hreinsast.
Svo er hann hitaður í potti. Hérna heima í bænum.
Hún gerir það húsfreyjan hérna. Hann er hitaður, þangað
til snarkar í allri tínunni. Og þá krafsa ég hann. En þá
þarf ég fantinn. ■— Æ, hvar er nú fanturinn minn. Nú,
ég hef þá gleymt honum heima. Ég ætla að ná í hann.
Langar þig ekki að sjá hann?
Gamla konan er kvik á fæti og tindilfætt heim að bæn-
um. Þessi fantur er á að gizka tuttugu sentimetra löng