Breiðfirðingur - 01.04.1964, Blaðsíða 65
BREIÐFIRÐINGUR
63
svo mikið í jarðvegi, að svo mátti segja, að urð væri
undir í hverri þúfu og víða stóðu nybbur upp úr kollunum.
En um og eftir 1910 var hafizt handa uin þökuslétt-
un með ærnum kostnaði en samt enn þá meira erfiði, þar
eð mannshöndin ein varð að vinna það allt með járn-
karli og skóflu. Það var sannkallaður þrældómur, fyrst að
rista ofan af og síðan að rífa upp grjótið, og svo varð
ofl að flytja mold eða jarðveg að ásamt áburði og var
það stundum borið í pokum á bakinu eða ekið í hjól-
borum, oftast ófært með kerru um túnin.
Samt var unnið ötullega að þessum jarðabótum á flest-
nm bæjunum, því að takmarkið var, að túnin yrðu öli
jafnrennislétt og grasgefin og svokailaðar Sæmundarflatir,
sem voru víða til síðan fyrir aldamót.
„fíann Sæmundur búfræðingur sléttaði þetta“, sagði
fólkið, þegar börnin spurðu „Af hverju eru engar þúfur
hér?“ og horfðu með undrun og aðdáun á þessar fallegu
vinjar innan um óberjukargann, sem engin eggjárn bitu á og
hvergi fannst flekkstæði, og því var Sæmundarflötin notuð
oft á sumri til að þurrka heyið á, bæði af nærliggjandi
þúfnasveitum og útengjum.
Þannig var búfræðingurinn, kennarinn, brautryðjandi
í ræktun sveitarinnar og sýndi stefnuna til þess tíma, að
ekki þyrfti framar að leita uppi seinsprottna slægjubletti
fram um öll fjöll, heldur gætu vel ræktuð túnin um-
hverfis bæi og fjárhús veitt allt, sem skepnurnar þyrftu
að vetrinum.
„Hver kenndi þér þetta lag mamma?“ var oft spurt,
þegar hún söng flest lög úr íslenzkri söngbók án hljóð-
færis. „Hann Sæmundur Björnsson, kennarinn okkar söng