Breiðfirðingur - 01.04.1964, Page 79
BREIÐFIRÐINGUR
77
Skilaðu kærri heilsan til þinna. Guð geymi þig ætíð.
Þinn einl. br.
Sæm. Bjarnarson.
P.S. Skrifaðu mjer hvort þú færð þetta. S.B.
★
Vattarnesi 21. des. 1897.
Elskulegi bróðir!
Gleðileg jól og komandi ár óska jeg þjer og ykkur öll-
um.
Það er svo langt síðan að jeg skrifaði þér síðast, að jeg
man alls ekki nær það var, en það veit jeg, að jeg hef
fengið hrjef frá þjer síðan, er jeg kann þjer þökk fyrir.
Þú sagði mjer í brjefi um komu Jóhanns bróður í sumar
og að þú fylgdir honum. Hefði jeg verið með, mundi
fjelagið hafa getað orðið fjörugra, (því ögn er eptir af
mjer enn) en það gat nú ekki látið sig gjöra. En það
gladdi mig mjög að faðir minn fjekk þó loks að sjá hann
fyrir andlát sitt, og mátti það sannarlega ekki seinna vera
því eigi ber því að leyna, að nú mun Jóhann vera drukkn-
aður.
Með síðasta pósti fjekk jeg „Fjallkonuna41 ásamt fleiri
hlöðum, það blað var útgefið (í Reykjavík þann 17. nóv.)
Er þar talið óefað að gufuskipið „Nord Kap“ muni hafa
farist á milli íslands og Skotlands, og hafi fyrsti vélstjóri
á því verið Islendingur (nefnilega Jóhann), það er ein-
mitt skip það er hann var á. Það átti að koma frá Skot-
landi, snemma í september með vörur til Þingeyinga kaup-
félags, og átti að taka fé til baka, en til þess hefur ekkert
spurst, svo það leikur víst enginn efi á, að það hefir farizt.