Breiðfirðingur - 01.04.1964, Blaðsíða 85
BREIÐFIRÐINGUR
83
liðnum frá barnsburðinum andaðist hún. Sjera Bjarni á
Læk átti að messa hjer fyrir sjera Sigurð um þá helgi.
Komu þeir hjer hann og Guðbjartur bróðir hinnar látnu
kl. 11 um kvöldið, en kl. 1 andaðist hún og var þá Guð-
hjartur ekki búinn að heilsa henni. Það var kvöld að koma
fyrir hann. Síðan vakti jeg hann, og vöktum við báðir hjá
líkinu alla nóttina. Það var þriðji sólarhringurinn sem jeg
vakti þá, því jeg var alltaf einn hjá henni, í okkar stofu
á nóttunni, en kenndi í annari stofu á daginn. Það var
erviður tími, og verða að horfa upp á hana svona. (Það
var brjóstveiki er leiddi hana heim). Um það leyti var ís
mikill og ekki hægt að komast til Flateyjar. Svo séra Bjarni
beið hjer, og Guðbjartur í 6 daga. Hafði jeg mikla huggun
af því. Séra B. er ágætis maður og góður vinur minn. Við
höfum kynnst nokkuð. Jarðarförin fór fram fimmtud. 19.
þ.m. Hann hjelt húskveðju, líkræðu, og ræðu við gröfina.
V ar það prýðilega af hendi leyst. Hann er með bestu ræðu-
mönnum. Bjarni skírði hann (Jóhann). Bara að guð gefi
honum líf og aldur lengri en nafna hans. — Hugsaðu ekki
um sykurtöngina, jeg þarf hennar ekki. En eigðu þetta
litla sem jeg á hjá þjer. Jeg verð hjer líklega næsta ár, af
því jeg var búinn að lofa því, en helst vildi jeg geta farið
hjeðan þegar svona er komið.
Þú getur ekki lesið þetta. Jeg hef ekki verið góður að
skrifa að undanförnu. Jeg sleppi ekki traustinu á guði, þó
honum þóknist að aga mig. Jeg þarf þess sjálfsagt með.
Hann skilur sína vegi.
Guð geymi þig og þína fyr og síðar.
Þinn einl. bróðir.
Sæm. Björnsson.