Breiðfirðingur - 01.04.1964, Blaðsíða 105
B R E I Ð F I R Ð I N G U R
103
þjóðfélag. Hann var hreppstjóri hér í Helgafellssveit frá
]908 til dauðadags. Oddviti samfleytt í 32 ár, safnaðar-
fulltrúi Helgafellssóknar í 52 ár og sótti alla Héraðs-
fundi á því tímabili, auk þess var hann kosinn til marg-
víslegra nefndarstarfa. Við öll þessi störf vann Guðbrand-
ur sér trausts og virðingar allra sem honum kynntust og
fágæt var trúmennska hans og skyldurækni í öllum em-
bættisrekstri, og heiðarleiki í meðferð opinberra fjármuna.
Guðbrandur var mjög trúhneigður og kirkjurækinn og
lét sig kristindóm og kirkjumál miklu varða, sem og sjá
má af því, hve lengi hann var safnaðarfulltrúi, og á Hér-
aðsfundum flutti hann oft athyglisverð erindi um kirkju-
leg málefni.
Alla ævi var Guðbrandur öruggur og ákveðinn sam-
vinnumaður, og stóð í fremstu röð þeirra, sem barizt hafa
fyrir því að samvinnustefnan yrði hugsjón almennings og
til hagsbóta fyrir fjöldann. Hann var einn af stofnendum
Kaupfélags Stykkishólms, og endurskoðandi reikninga
þess um þrjá áratugi.
Þá var hann sérstaklega vel vakandi og áhugasamur um
landstjórnar málefni, fyrst og fremst þau sem vörðuðu hag
bænda. Hann gekk því strax í Framsóknarflokkinn þegar
hann var stofnaður og vann ötullega að framgangi flokks-
ins, og var einn af áhugasömustu flokksmönnum hér í
sveit, allt til æviloka.
Þótt Guðbrandur ynni af einhug að búskapnum og hags-
munamálum sveitunga sinna og samferðarmanna, og yrði
mikið ágengt, þá ætla ég þó, að fræðimennskan hafi verið
honum hugstæðust. Guðbrandur naut engrar skólamennt-
unar um dagana, þó mátti með sanni segja að hann væri